Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2020 | 22:00

LPGA: Gaby Lopez sigraði á TOC

Það var Gaby Lopez frá Mexíkó, sem að lokum sigraði á Diamond Resorts Tournament of Champions, þar sem aðeins sigurvegarar á LPGA mótum 2018-2019 keppnistímabilsins tóku þátt. LPGA-mótið sem Lopez sigraði í og veitti henni þátttökurétt á TOC var Blue Bay LPGA mótið (10. nóvember 2018). Þrjár voru efstar og jafnar eftir hefðbundnar 72 holur; allar á samtals 13 undir pari, hver þ.e. þær Gaby Lopez, Inbee Park og Nasa Hataoka. Það þurfti því að koma til bráðabana milli þeirra þriggja og hafði Lopez loks best þar, með fugli á 7. holu bráðabanans og stóð uppi sem sigurvegari sigurvegarana.  Fyrir sigurinn hlaut Gaby Lopez $180,000 eða rúmar 22 milljónir ísl Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2020 | 20:00

LPGA: Blair varð í 6. sæti á TOC Celeb

Hin 37 ára ófríska Blair O´Neil , sem komin er 6 mánuði á leið, var eini kvenkylfingurinn sem þátt tók í sérstöku móti 49 frægra og þekktra kylfinga sem fram fór samhliða LPGA Tournament of Champions, þar sem eingöngu sigurvegarar 2019 í hinum 26 LPGA mótum áttu þátttökurétt. Blair náði þeim frábæra árangri að landa 6. sætinu! Skor hennar var (74 74 77 74). Sigurvegari í Diamond Resorts TOC Celebrity varð John Smoltz, en hann lék á (72 68 70 68).  Smoltz er þekktur fv. hafnarboltamaður í Bandaríkjunum, sem m.a. spilaði með Atlanta Braves, Boston Red Sox og St. Louis Cardinals. Hann er góður vinur Tiger Woods, sem sagði eitt sinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Peter Hedblom –—- 20. janúar 2020

Það er Peter Hedblom, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann er fæddur 20. janúar 1970 í Gävle, Svíþjóð og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Hedblom er 1,83 m á hæð og 87 kg, kvæntur Önnu (giftust 1999) og bróðir Marlene, sem spilaði aðallega á LET ( og sigraði þar Biaritz Ladies Classic 2003) og LPGA (2004). Peter Hedblom gerðist atvinnumaður í golfi 1988 og spilaði bæði á Áskorendamótaröð Evrópu, þar sem hann sigraði 4 sinnum og á Evróputúrnum, þar sem hann á 3 sigra. Besti árangur á risamóti hjá Peter Hedblom er T-7 árangur á Opna breska 1996. Innilega til hamingju með 50 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2020 | 21:00

Evróputúrinn: Lefty sigraði í Abu Dhabi!!!

Það var Lee Westwood (Lefty) sem sigraði á Abu Dhabi HSBC Championship. Fyrir sigurinn hlaut Lefty €1,047,741.36 sem er uþb 140 milljónir íslenskra króna. Mótið fór fram dagana 16.-19. janúar og lauk í dag. Sigurskor Westwood var 19 undir pari, 269 högg (69 68 65 67). Öðru sætinu deildu 3 kylfingar: Matthew Fitzpatrick og Tommy Fleetwood, landar Lefty og Frakkinn Victor Perez, allir 2 höggum á eftir sigurvegaranum, þ.e. á samtals 17 undir pari, 271 höggi, hver. Einn í 5. sæti varð síðan Louis Oosthuizen, á samtals 15 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Abu Dhabi HSBC Championship með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Mary Mills ———– 19. janúar 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Mary Mills. Mary er fædd 19. janúar 1940 í Laurel, Mississippi og á því 80 ára merkisafmæli í dag. Mary byrjaði að spila golf 11 ára undir handleiðslu Johnny Revolta, sem var 18-faldur PGA Tour sigurvegari. Mary sigraði á the Mississippi State Amateur 8 ár í röð, í fyrsta sinn 1954 og vann Gulf Coast Amateur tvívegis. Eftir að hún gerðist atvinnumaður í golfi 1962 sigraði hún í 11 LPGA mótum þar af á 3 risamótum kvennagolfsins: US Women´s Open 1963 og Women´s PGA Championship 1964 og 1973. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mary Mills 19. janúar 1940 (80 ára); Adele Peterson, 19. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2020 | 10:00

Asíutúrinn: Kuchar sigraði á Singapore Open

Það var bandaríski kylfingurinn Matt Kuchar, sem sigraði á Singapore Open. Hann var líka í forystu fyrir lokahringinn eftir ótrúlega flottan 3. hring upp á 62 högg. Sigurskor Kuchar var 18 undir pari. Justin Rose varð í 2. sæti, 3 höggum á eftir Kuchar og forystumaður 2. hrings Thaílendingurinn Jazz Janewattananond  varð í 3. sæti. Henrik Stenson varð í 23. sæti, á 4 höggum undir pari. Sjá má lokastöðuna á Singapore Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2020 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (3/2020)

Einn á ensku: Marvin was a 14-handicapper. One day he walked up to his club pro — a scratch golfer — and challenged him to a match. He proposed they put up $100 each on the outcome. “But since you’re so much better than me, you have to give me two ‘gotchas’,” Marvin said to the pro. “A ‘gotcha’?” the golf pro asked. “What’s that?” “Don’t worry,” Marvin replied, “I’ll use one of my ‘gotchas’ on the first tee and you’ll understand.” The golf pro figured that whatever ‘gotchas’ were, giving up only two of them was no big deal — especially if one had to be used on the Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðný María Guðmundsdóttir – 18. janúar 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Guðný María Guðmundsdóttir. Guðný María er fædd 18. janúar 1955 og á því 65 ára afmæli í dag!!! Guðný María er í Golfklúbbi Vatnsleysustrandar (GVS). Hún hefir m.a. séð til þess að GVS hefir árlega haldið hið frábæra Art Deco kvennamót. Guðný María Guðmundsdóttir – Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Buell Patrick Abbott 18. janúar 1912 – 1984 (108 ára fæðingarafmæli í dag!); Þóra Jónsdóttir, 18. janúar 1964 (56 ára);  Heiðar Ingi Svansson, 18. janúar 1968 (52 ára); Belinda Kerr, 18. janúar 1984 (36 ára); Zander Lombard, 18. janúar 1995 (25 ára); Haukur Húni Árnason, 18. janúar 1997 (23 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2020 | 10:00

LPGA: Henderson & Park deila forystunni e. 2. dag TOC

Það eru kanadíski kylfingurinn Brooke Henderson og fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum Inbee Park frá S-Kóreu sem deila forystunni á móti vikunnar á LPGA; Diamond Resorts Tournament of Champions. Báðar hafa spilað á 9 undir pari; Brooke Henderson (66 67) og Inbee Park (65 68). Ein í 3. sæti er Gaby Lopez frá Mexíkó, 1 höggi á eftir. Þrjár deila síðan 4. sætinu á samtals 7 undir pari, hver: Sei Young Kim, Nasa Hataoka og Celine Boutier. Sjá má stöðuna á Diamond Resorts Tournament of Champions með því að SMELLA HÉR:  Í aðalmyndaglugga: Brooke Henderson.

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2020 | 09:00

LPGA: Hin ófríska O´Neal T-6 e. 2. dag

Blair O´Neal tekur eins og Golf1 greindi frá í gær þátt í sérstöku „Celeb“ móti á vegum LPGA, sem fram fer samhliða Diamond Resorts Tournament of Champions. Þátttakendur eru 49, allt karlmenn og svo einn ófrískur kvenkylfingur, kominn 6 mánuði á leið… Blair O´Neal.   Eftir 2. hring er Blair núna T-6 þ.e. deilir 6. sætinu ásamt leikaranum Jack Wagner. Bæði hafa spilað á 148 höggum; Blair (74 74); Wagner (73 75). Sjá má stöðuna á Diamond Resorts Tournament of Champions Celeb með því að SMELLA HÉR: