Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2020 | 08:00

PGA: „Næstumþví-örn“ Scheffler – myndskeið

Scottie Scheffler  átti glæsihögg á 2. hring The American Express mótinu, sem er mót vikunnar á bandarísku PGA mótaröðinni.

Þetta var aðhögg Scheffler á par-4 9. holunni á Nicklaus keppnisvellinum í La Quinta – Ótrúlega flott!!! Scheffler fékk síðan fugl á holuna.  Hann fór þó ekki arnarlaus af velli því hann var áður búinn að fá örn á par-5. 7. holunni á hringnum, sem hann spilaði á 8 undir pari, 64 glæsihöggum. Hann fékk 7 aðra fugla og hefði getað lokið hringnum  á 10 undir og verið einn í forystu en fékk tvöfaldan skolla á 18. holu! Svona er golfið stundum!!! Svona „næstum því“.

Sjá má myndskeið af „næstumþví-erni“ Scheffler á 9. holu með því að SMELLA HÉR: 

Scheffler leiðir samt í hálfleik á The American Express ásamt Rickie Fowler.

Báðir hafa spilað á samtals 15 undir pari, 129 höggum (65 64).

Sjá má stöðuna að öðru leyti á The American Express með því að SMELLA HÉR: