Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2020 | 11:00

Asíutúrinn: Janewattananond efstur í hálfleik á Singapore Open

Það er thaílenski kylfingurinn Jazz Janewattananond, sem tekið hefir forystuna í hálfleik Singapore Open, sem er hluti af Asíutúrnum. Það er líka Jazz sem á titil að verja á Singapore Open.

Sjá má eldri „Jazz“-kynningu á Golf 1 með því að SMELLA HÉR: 

Jazz hefir samtals spilað á 10 undir pari, 132 höggum (67 65) á Singpore Open í ár.

Nokkrir þekktir kylfingar taka þátt í mótinu m.a. Matt Kuchar og Justin Rose (sem deila 4. sætinu í mótinu á samtals 8 undir pari, hvor) og Henrik Stenson (sem er T-23 á samtals 2 undir pari.)

Sjá má stöðuna á Singpore Open eftir 2. dag með því að SMELLA HÉR: