PGA: 1. sigur Hovland í höfn!
Norski kylfingurinn Victor Hovland innsiglaði sigur sinn á Puerto Rico Open í gærkvöldi. Þetta er fyrsti sigur nýliðans Hovland á PGA Tour. Sigurskor hans var 20 undir pari, 268 högg (68-66-64-70). Hovland átti 1 högg á bandaríska kylfinginn Josh Teater. Mótið fór fram 20.-23. febrúar 2020 í Coco Beach Golf & Country Club í Púertó Rícó. Hovland er fæddur 18. september 1997 og því aðeins 22 ára. Sjá má lokastöðuna á Puerto Rico Open með því að SMELLA HÉR:
WGC: Reed sigraði í Mexíkó
Það var bandaríski Ryder Cup kylfingurinn Patrick Reed, sem sigraði á heimsmótinu í Mexíkó. Sigurskor Reed var samtals 18 undir pari, 266 högg (69 63 67 67). Í 2. sæti varð Bryson DeChambeau aðeins 1 höggi á eftir og í 3. sætinu varð Jon Rahm á samtals 15 undir pari. Fyrir sigurinn hlaut Reed u.þ.b. 1.7 milljón bandaríkjadala eða u.þ.b. 217,6 milljónir íslenskra króna. Sjá má lokastöðuna á heimsmótinu í Mexíkó með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta lokahringsins á heimsmótinu í Mexíkó með því að SMELLA HÉR:
WGC: Ásar Rahm og Reavie
Á 3. degi heimsmótsins í Mexíkó varð Jon Rahm sá 5. í sögu heimsmótanna til þess að spila hring á 61 höggi. Hann var búinn að fá 9 fugla, þar af 4 fugla í röð (á 1.-4. holu) þegar hann kom að par-3 17. holu Chapultapec golfklúbbsins í Mexíkó City, þar sem heimsmótið fór fram, þegar hann fékk þennan líka glæsiás, sem kom honum í 10 undir par, (en Rahm var búinn að fá skolla á par-4 8. holuna) ! Sautjánda brautin er 158 yarda eða u.þ.b. 144.5 metra löng. Sjá má ás Rahm með því að SMELLA HÉR: En Rahm var ekki sá eini sem fór holu í höggi Lesa meira
LET: Kyriacou sigraði m/yfirburðum í Bonville
Ástralski kylfingurinn Stephanie Kyriacou er ekki þekkt nafn í golfheiminum. Kyriacou er áhugamaður. Engu að síður sigraði hún í Geoff King Motors Australian Ladies Classic – Bonville! Sigurskorið var 22 undir pari, 266 högg (69 63 69 65). Sú, sem varð í 2. sæti Ayean Cho frá S-Kóreu var heilum 8 höggum á eftir á samtals 14 undir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL voru báðar á meðal keppenda, en komust því miður hvorug í gegnum niðurskurð að þessu sinni! Sjá má lokastöðuna á Geoff King Motors Australian Ladies Classic – Bonville með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: Stephanie Kyriacou
WGC: Heppnishögg Im
Sungjae Im frá S-Kóreu átti ótrúlegt heppnishögg á 2. degi heimsmótsins í Mexíkó. Atvikið átti sér stað á par-3 7. holu Club de Golf Chapultepec í Mexíkó City. Bolti Im fór í vatnshindrunina við flötina, en skoppaði upp úr henni og inn á flöt! „Lucky bounce“ eða heppnishögg eins og við segjum á íslensku!!! Sjá má þegar boltinn skoppar upp úr tjórninni og inn á flöt með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Sverrisdóttir – 23. febrúar 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Guðrún Sverrisdóttir. Guðrún er fædd 23. febrúar 1955 . Guðrún er í Golfklúbbi Borgarness. Hún varð m.a. klúbbmeistari GB í flokki 55-64 ára kvenna, árið 2016. Komast má á facebook síðu Guðrúnar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Guðrún Sverrisdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hlöðver Sigurgeir Guðnason, GKG 23. febrúar 1957 (63 ára) – hann fór m.a. holu í höggi á æfingahring á Víkurvelli hjá GMS í sveitakeppni 2. deildar eldri karla í ágúst 2012); Gylfi Sigfússon, GR og GV, 23. febrúar 1961 (59 ára); Michael Campell, 23. febrúar 1966 (54 Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Slæmt gengi Helgu & félaga í Georgia
Helga Kristín Einarsdóttir, GK og félagar í Albany ljúka í dag keppni á Reynolds Lake Oconoee Invitational. Mótið fer fram í Greensboro, Georgia og það er Mercer háskólinn, sem er gestgjafi. Þátttakendur eru 80 frá 14 háskólum. Helga Kristín er ekki að eiga sitt besta mót hefir spilað fyrstu tvo hringina á 171 höggi (91 80) og er neðarlega á skortöflunni í einstaklingskeppninni. Lokahringurinn stendur yfir nú – en nú þegar er ljóst að lið Albany verður í einhverju af botnsætunum. Fylgjast má með stöðunni á Reynolds Lake Oconoee Invitational með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Helgu Kristínar og Albany er 20. mars í Alabama.
Nordic Golf League: Rúnar bestur 3 Íslendinga (T-4) e. 1. dag á Lumine
Þrír íslenskir kylfingar eru meðal keppenda á 1. móti Nordic Golf League mótaraðarinnar í ár en það eru: Bjarki Pétursson, GB; Ragnar Már Garðarsson, GKG og Rúnar Arnórsson, GK. Mótið fer fram á Lumine golfsvæðinu á Spáni og er leikið á Hills og Lakes völlunum. Þátttakendur eru 134. Eftir 1. dag hafa íslensku kylfingarnir staðið sig með eftirfarandi hætti, en þeir léku allir Lakes völlinn í dag: T-4 Rúnar Arnórsson, lék á 4 undir pari, 67 höggum T-40 Bjarki Pétursson, lék á sléttu pari, 71 höggi T-67 Ragnar Már Garðarsson, lék á 2 yfir pari, 73 höggum. Sjá má stöðuna á Lumine mótinu að öðru leyti með því að SMELLA Lesa meira
PGA: Hovland leiðir f. lokahringinn í Púerto Ricó
Það er norski kylfingurinn Victor Hovland, sem leiðir fyrir lokahring Púertó Ricó Open. Hovland er búinn að spila á samtals 18 undir pari, 198 höggum (68 66 64). Í 2. sæti, 1 höggi á eftir er Skotinn Martin Laird. Í 3. sæti á samtals 16 undir pari er síðan Josh Teater á samtals 16 undir pari. Mjög líklegt er að einhver af þessum 3 standi uppi sem sigurvegari sunnudagskvöldið þ.e. á morgun. Sjá má stöðuna á að öðru leyti á Púertó Ricó Open með því að SMELLA HÉR:
Golfgrín á laugardegi (8/2020)
Hér koma 5 fremur stuttir og sumir „klassískir“ brandarar á ensku: Golf is enjoyable like Eggs: Golf balls are like eggs. They’re white, sold by the dozen, and a week later you have to buy some more. Greens OK?: A guy on vacation finishes his round, goes into the clubhouse. The head pro says, “did you have a good time out there?” The man replied “fabulous, thank you.” “You’re welcome,” said the pro. “How did you find the greens?” Said the man: “Easy. I just walked to the end of the fairways and there they were!” Drowning your sorrows: After a particularly poor round, a golfer spotted a lake as Lesa meira










