Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2020 | 15:00

Bandaríska háskólagolfið: Slæmt gengi Helgu & félaga í Georgia

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og félagar í Albany ljúka í dag keppni á Reynolds Lake Oconoee Invitational.

Mótið fer fram í Greensboro, Georgia og það er Mercer háskólinn, sem er gestgjafi.

Þátttakendur eru 80 frá 14 háskólum.

Helga Kristín er ekki að eiga sitt besta mót hefir spilað fyrstu tvo hringina á 171 höggi (91 80) og er neðarlega á skortöflunni í einstaklingskeppninni.

Lokahringurinn stendur yfir nú – en nú þegar er ljóst að lið Albany verður í einhverju af botnsætunum.

Fylgjast má með stöðunni á Reynolds Lake Oconoee Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Helgu Kristínar og Albany er 20. mars í Alabama.