Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2020 | 18:00

LET: Kyriacou sigraði m/yfirburðum í Bonville

Ástralski kylfingurinn Stephanie Kyriacou er ekki þekkt nafn í golfheiminum.

Kyriacou er áhugamaður.

Engu að síður sigraði hún í Geoff King Motors Australian Ladies Classic – Bonville!

Sigurskorið var 22 undir pari, 266 högg (69 63 69 65).

Sú, sem varð í 2. sæti Ayean Cho frá S-Kóreu var heilum 8 höggum á eftir á samtals 14 undir pari.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL voru báðar á meðal keppenda, en komust því miður hvorug í gegnum niðurskurð að þessu sinni!

Sjá má lokastöðuna á Geoff King Motors Australian Ladies Classic – Bonville með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Stephanie Kyriacou