Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2020 | 10:00

PGA: 1. sigur Hovland í höfn!

Norski kylfingurinn Victor Hovland innsiglaði sigur sinn á Puerto Rico Open í gærkvöldi.

Þetta er fyrsti sigur nýliðans Hovland á PGA Tour.

Sigurskor hans var 20 undir pari, 268 högg (68-66-64-70).

Hovland átti 1 högg á bandaríska kylfinginn Josh Teater.

Mótið fór fram 20.-23. febrúar 2020 í Coco Beach Golf & Country Club í Púertó Rícó.

Hovland er fæddur 18. september 1997 og því aðeins 22 ára.

Sjá má lokastöðuna á Puerto Rico Open með því að SMELLA HÉR: