Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2020 | 21:00

WGC: Ásar Rahm og Reavie

Á 3. degi heimsmótsins í Mexíkó varð Jon Rahm sá 5. í sögu heimsmótanna til þess að spila hring á 61 höggi.

Hann var búinn að fá 9 fugla, þar af 4 fugla í röð (á 1.-4. holu) þegar hann kom að par-3 17. holu Chapultapec golfklúbbsins í Mexíkó City, þar sem heimsmótið fór fram, þegar hann fékk þennan líka glæsiás, sem kom honum í 10 undir par, (en Rahm var búinn að fá skolla á par-4 8. holuna) ! Sautjánda brautin er 158 yarda eða u.þ.b. 144.5 metra löng.

Sjá má ás Rahm með því að SMELLA HÉR: 

En Rahm var ekki sá eini sem fór holu í höggi á 3. hring WGC.

Bandaríski kylfingurinn Chez Reavie var fyrr um daginn búinn að fá ás á par-3 7. holuna. Þetta var 5. ásinn á ferli Reavie og 2. ásinn á jafnmörgum mánuðum á PGA Tour. Hann fékk líka ás á Tour Championship í ágúst sl.

Sjá má ás Reavie með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Spænski kylfingurinn Jon Rahm (t.v.) og Chez Reavie frá Bandaríkjunum (t.h.).