Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2020 | 20:00

Hvað var í sigurpoka Reed?

Patrick Reed sigraði á heimsmótinu í Mexíkó og getur einkum þakkað því hversu heitur pútterinn hans var. Á keppnisdögunum 4 var hann með 45 einpútt. Eftirfarandi kylfur og annar golfútbúnaður var í golfpoka bandaríska kylfingsins Patrick Reed, þegar hann sigraði á heimsmótinu í Mexíkó: Bolti: Titleist Pro V1 Dræver: Ping, G400 (9°) 3-tré: Callaway, Mavrik Sub Zero (15°) Blendingur: Callaway, Apex (20°) Járn: 4-PW Callaway, Grindworks Patrick Reed Prototype Gap fleygjárn: Titleist Vokey SM7 (50°) Sand fleygjárn: Titleist Vokey SM8 (56°) Lob fleygjárn: Titleist Vokey SM8 (60°) Pútter: Scotty Cameron, Tour Rat I

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2020 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: Vani Kapoor (5/65)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu. Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR: Dansað var úr röðinni og íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn. Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir þegar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2020 | 17:00

NGL: Rúnar varð T-42

Rúnar Arnórsson, GK, var sá eini, sem komst í gegnum niðurskurð af 3 íslenskum kylfingum, sem þátt tóku í 1. móti Nordic Golf League (skammst: NGL) 2020, sem fram fór á Lumine golfsvæðinu í Algarve. Hann lék því lokahringinn og var skor hans á honum 77 högg. Samtals lék Rúnar á 4 yfir pari, 219 höggum (67 75 77). Mótið fór fram 23.-25. febrúar 2020 og voru Hills og Lakes vellir Lumine leiknir til skiptis. Sigurvegari í þessu 1. móti NGL varð Daninn Marcus Helligkilde, en hann lék á samtals 12 undir pari, 203 höggum (69 63 71). Sjá má lokastöðuna í Lumine mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2020 | 16:30

Markús sigraði í Portúgal

Markús Marelsson, GÁ, sigraði í flokki 14 ára og yngri í Campeonato Nacional de Jovens – Dom Pedro Pinhal, sem er mót á 2º Torneio Drive Tour mótaröðinni í Portúgal. Mótið fór fram dagana 23.-24. febrúar og lauk í gær á Dom Pedro Pinhal vellinum í Vilmoura, Algarve. Sigurskor Markúsar var 14 yfir pari, 158 högg (77 81). Þess mætti geta að Markús, sem er 12 ára, er stigameistari Íslandsbankamótaraðarinnar í strákaflokki (14 ára og yngri). Sjá má lokastöðuna á Campeonato Nacional de Jovens með því að SMELLA HÉR: (Sjá undir Resultatos, Sub 14, Masculino).

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bergsveinn Símonarson og Tyrfingur Þórarinsson –———- 25. febrúar 2020

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Bergsveinn Símonarson og Tyrfingur Símonarson. Bergsveinn fæddist 25. febrúar 1945 og á því 75 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Bergsveins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Bergsveinn Símonarson (Innilega til hamingju með 75 ára afmælið!) Tyrfingur er fæddur 25. febrúar 1970 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Tyrfings til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Tyrfingur Símonarson (Innilega til hamingju með 50 ára afmælið!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Anthony David „Tony“ Lema, f. 25. febrúar 1934 – d. 24. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2020 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Stephanie Kyriacou?

Ástralski kylfingurinn og áhugamaðurinn Stephanie Kyriacou sigraði á Geoff King  Australia Ladies Classic í Bonville um sl. helgi. Kyriacou er nýorðin 19 ára, fædd 22. nóvember 2000. Pabbi hennar er af grísku bergi brotinn og mamma hennar er frá Líbanon. Mótið var samtstarfsverkefni LET og LPGA. Þetta er í aðeins í 10. skiptið í 42 ára sögu LET sem áhugamaður sigrar í móti á mótaröðinni. Af því tilefni var tekið viðtal við Kyriacou af LET, sem birtist á vefsíðu mótaraðarinna, sem sjá má hér að neðan í lauslegri þýðingu. Kyriacou er svo sannarlega nafn, sem vert er að fylgjast með í golfi!!! Hvað er það eftirminnilegasta í golfinu? Að sigra the Australian Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2020 | 21:00

NGL: Rúnar náði niðurskurði!

Þrír íslenskir kylfingar tóku þátt í fyrsta móti ársins á Nordic Golf League (skammst. NGL) mótaröðinni: Bjarki Pétursson, GB, Ragnar Már Garðarsson, GKG og Rúnar Arnórsson, GK. Spilað er á Lumine golfstaðnum á Spáni og eru Hills og Lakes vellirnir spilaðir til skiptis. Rúnar var sá eini af Íslendingunum 3 sem náði niðurskurði, hinir tveir eru úr leik. Rúnar lék fyrstu tvo hringi mótsins á samtals 1 undir pari, 142 höggum (67 75). Aðeins 1 sárgrætilegu höggi munaði að Bjarki kæmist gegnum niðurskurðinn en hann lék á samtals 2 yfir pari, 145 höggum (71 74), en þeir komust í gegnum niðurskurð sem voru á samtals 1 yfir pari eða betra Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2020 | 20:00

Hvar var í sigurpoka Hovland?

Eftirfarandi kylfur og annar golfútbúnaður var í poka Norðmannsins Victor Hovland, 22 ára, þegar hann sigraði á Puerto Rico Open: Dræver: Ping G410 LST (9°) Skaft: Project X HZURDUS Black 6.5 3-tré: TaylorMade M5 (15°) Skaft: Mitsubishi Tensei Blue AV 85 TX Járn: Callaway X Forged UT (21°), Ping i210 (4-PW) Sköft: Graphite Design Tour AD DI 85 X Hybrid (21), KBS Tour 120 X (4-PW) Fleygjárn: Ping Glide 3.0 (50°, 56°, 60°) Sköft: KBS Tour-V 130 X Pútter: Ping PLD Prototype “Hovi” Bolti: Titleist Pro V1 Grip: Golf Pride MCC White/Black 58R

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2020 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2020: Johannes Veerman (16/28)

28 kylfingar tryggðu sér fullan spilarétt á Evrópumótaröðinni og mun Golf 1, líkt og á undanförnum vera með kynningu á þeim. Meirihluti þeirra sem komst á Evróputúrinn, með þátttöku sinni í lokaúrtökumótinu eru reynsluboltar, sem margir hafa spilað á Evróputúrnum og í nokkrum tilvikum einnig bestu mótaröð í heimi PGA TOUR og voru þáttakendur í lokaúrtökumótinu því sérlega sterkir í ár. Lokaúrtökumótið fór fram á Lumine golfstaðnum á Spáni, dagana 15.-20. nóvember 2019 að þessu sinni. Í fyrsta sinn í golfsögunni voru 3 íslenskir keppendur á lokaúrtökumótinu: Andri Þór Björnsson, GR; Bjarki Pétursson,GB og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Því miður komst enginn þeirra á Evróputúrinn að þessu sinni. Golf 1 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Victoria Tanco —— 24. febrúar 2020

Afmæliskylfingur dagsins er argentínski kylfingurinn Victoría Tanco. Hún er fædd 24. febrúar 1994 og á því 26 ára afmæli í dag!!! Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Tanco með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jim Ferrier, 24. febrúar 1915- 13. júní 1986; og Zach Johnson, 24. febrúar 1976 (44 ára) …. og …. Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is