Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2020 | 08:00

WGC: Reed sigraði í Mexíkó

Það var bandaríski Ryder Cup kylfingurinn Patrick Reed, sem sigraði á heimsmótinu í Mexíkó.

Sigurskor Reed var samtals 18 undir pari, 266 högg (69 63 67 67).

Í 2. sæti varð Bryson DeChambeau aðeins 1 höggi á eftir og í 3. sætinu varð Jon Rahm á samtals 15 undir pari.

Fyrir sigurinn hlaut Reed u.þ.b. 1.7 milljón bandaríkjadala eða u.þ.b. 217,6 milljónir íslenskra króna.

Sjá má lokastöðuna á heimsmótinu í Mexíkó með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta lokahringsins á heimsmótinu í Mexíkó með því að SMELLA HÉR: