Afmæliskylfingur dagsins: Maríanna Ulriksen – 22. febrúar 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Maríanna Ulriksen. Maríanna er fædd 22. febrúar 2002 í Hammerfest, Noregi og er því 18 ára í dag. Hún hefur alist upp á Sauðárkróki frá eins árs aldri. Vorið 2016 setti GSÍ, undir stjórn Úlfars Jónssonar, á laggirnar hóp fyrir afrekskylfinga á Norðurlandi, Norðurlandsúrval 2016, og var Maríanna 1 af þessum 12 manna hópi. Með þessu opnaðist leið til faglegra æfinga með möguleikum til þátttöku í mótum utan heimabyggðar.Maríanna sigraði á Meistaramóti kvenna í GA 2018 og Norðulandsmeistaramót 2018. Maríanna æfir nú með golfklúbbunum Keili og hneppti þar 1. sæti í 1. flokki Meistaramóts Keilis 2019. Maríanna er nú á öðru ári í MA á Akureyri. Komast Lesa meira
WGC: Rory í forystu e. 1. dag
WGC – Mexíco Championship, þ.e. heimsmótið í Mexíkó hófst í gær og stendur til 23. febrúar n.k. Þetta heimsmót fer fram í Chapultepec golfklúbbnum, í Mexíkó City, Mexíkó. Flestallir bestu kylfingar heims taka þátt. Efst eftir 1. dag er Rory McIlroy en hann kom í hús á 64 glæsihöggum. Öðru sætinu deila 3 bandarískir kylfingar: Bubba Watson, Justin Thomas og Bryson DeChambeau, sem allir voru 2 höggum á eftir Rory, þ.e. á 66 höggum. Sjá má stöðuna á heimsmótinu í Mexíkó með því að SMELLA HÉR:
Kristín María Þorsteinsdóttir ráðin í starf móta- og kynningarstjóra GSÍ
Golfsamband Íslands hefur ráðið Krístínu Maríu Þorsteinsdóttir í stöðu móta- og kynningarstjóra GSÍ en starfið var auglýst í janúar á þessu ári. Kristín María mun hefja störf störf þann 1. mars næstkomandi. Mikill áhugi var á starfinu en alls bárust sambandinu 51 umsóknir um starfið. „Við hjá Golfsambandi Íslands bjóðum Kristínu velkomna til starfa um leið og við þökkum öllum umsækjendum fyrir sínar umsóknir,“ segir Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ.
Afmæliskylfingur dagsins: Jóhann Pétur Guðjónsson – 21. febrúar 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Jóhann Pétur Guðjónsson. Jóhann Pétur er fæddur 21. febrúar 1970 og á því 50 ára merkisafmæli í dag! Jóhann Pétur er kvæntur Berglindi Rut Hilmarsdóttur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið… Jóhann Pétur Guðjónsson – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Maurice Bembridge, 21. febrúar 1945 (75 ára); Guðbjörg Ingólfsdóttir, 21. febrúar 1952 (68 ára); Haukur Sigvaldason, 21. febrúar 1957 (63 ára); Ólöf Guðmundsdóttir, GK, 21. febrúar 1957 (63 ára); Þórey Eiríka Pálsdóttir 21. febrúar 1972 (48 ára); Holly Aitchison, 21. febrúar 1987 (33 ára); Cameron Davis, 21. Lesa meira
PGA: Stanley leiðir á Púertó Ríco e. 1. dag
Það er bandaríski kylfingurinn Kyle Stanley sem leiðir eftir 1. dag Puerto Rico Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Stanley lék 1. hring á 8 undir pari, 64 höggum. Í 2. sæti eru síðan 6 kylfingar, jafnir: Peter Uihlein, Josh Teater, Henrik Norlander, Emiliano Grillo, Chris Couch, og Rhein Gibson. Til mikils er að vinna í mótinu, þó flestir hefðu eflaust kosið að taka þátt í heimsmótinu í Mexíkó; m.a. þátttökuréttur á TOC, í ársbyrjun 2021. Sjá má stöðuna á Puerto Rico Open með því að SMELLA HÉR:
LET: Valdís Þóra úr leik í Bonville
Valdís Þóra Jónsdóttir er úr leik á Geoff Motors Australian Ladies Classic – Bonville mótinu, sem er samstarfsverkefni LET og ALPG, en Valdís Þóra hefir spilarétt á báðum mótaröðum. Valdís lék á samtals 9 yfir pari, 153 höggum (77 76), bæti sig aðeins um 1 högg á seinni hringnum. Efst í hálfleik er enski kylfingurinn Lauren Stephenson, en hún hefir spilað hringinga tvo á samtals 14 undir pari, þannig að skor eru lág. Til þess að komast í gegnum niðurskurð þurfti að vera á 2 yfir pari eða betra skori. Mótið fer fram í Bonville, Ástralíu, 20.-23. febrúar 2020. Sjá má stöðuna á eoff Motors Australian Ladies Classic – Bonville Lesa meira
LET: Guðrún Brá komst ekki g. niðurskurð í Bonville
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, hefir lokið 2. hring sínum á Geoff King Motors Australian Ladies Classic, Bonville. Mótið er samstarfsverkefni LET og hinnar áströlsku ALPG mótaraðar og fer fram 20.-23. febrúar 2020 á Bonville Golf Resort í Bonville, Ástralíu. Því miður lítur ekki út fyrir að Guðrún Brá hafi komist í gegnum niðurskurð því hún lék á samtals 5 yfir pari, 149 höggum, en niðurskurðarlínan miðast sem stendur við samtals 1 yfir pari, eða betur. Samtals lék Guðrún Brá, sem segir á 5 yfir pari, 149 höggum (74 75). Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, sem einnig spilar í mótinu, er á 5 yfir pari fyrir 2. hringinn og verður því að Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hermóður Sigurðsson – 20. febrúar 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Hermóður Sigurðsson. Hermóður fæddist 20. febrúar 1971 og er því 49 ára í dag. Hann er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Komast má á facebooksíðu Hermóðs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Hermóður Sigurðsson, GKG (49 ára) – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Murle Breer, 20. febrúar 1939 (81 árs); Stewart Murray „Buddy“ Alexander 20. febrúar 1953 (67 ára); Leonard C Clements, 20. febrúar 1957 (63 ára); Hilmar Theodór Björgvinsson 20. febrúar 1961 (59 ára) Erlingur Arthúrsson, 20. febrúar 1961 (59 ára); Charles Barklay, 20. febrúar 1963 (57 ára); Jeff Maggert, 20. febrúar Lesa meira
LET: Guðrún Brá og Valdís hófu keppni í Ástralíu í nótt
Atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL eru meðal keppenda á Geoff King Motors Australian Ladies Classic Bonville mótinu, sem er mót vikunnar á LET í samvinnu við áströlsku ALPG mótaröðina. Mótið fer fram í Bonville í Ástralíu, dagana 20.-23. febrúar. Eftir 1. dag er Guðrún Brá T-73, en hún lék á 2 yfir pari, 74 höggum. Á 1. hring sínum í mótinu fékk Guðrún Brá 3 fugla og 5 skolla. Valdís Þóra er T-126, en hún lék á 5 yfir pari, 77 höggum. Efst eftir 1. dag er bandaríski kylfingurinn Lauren Stephenson, sem lék á 6 undir pari, 66 höggum. Sjá má stöðuna í mótinu með Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Lára Eymundsdóttir – 19. febrúar 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Lára Eymundsdóttir. Lára fæddist 19. febrúar 1970 og á því 50 ára stórafmæli í dag.. Lára er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið: Lára Eymundsdóttir 19. febrúar 1970 ( 50 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sean Critton Pappas, 19. febrúar 1966 (54 ára); Richard Green, 19. febrúar 1971 (49 ára); Gregory Clive Owen, 19. febrúar 1972 (48 ára); Áhöfnin Á Vestmannaey , 19. febrúar 1973 (47 ára); Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 19. febrúar 1974 (46 ára). Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju Lesa meira










