Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2020 | 16:30

Markús sigraði í Portúgal

Markús Marelsson, GÁ, sigraði í flokki 14 ára og yngri í Campeonato Nacional de Jovens – Dom Pedro Pinhal, sem er mót á 2º Torneio Drive Tour mótaröðinni í Portúgal.

Mótið fór fram dagana 23.-24. febrúar og lauk í gær á Dom Pedro Pinhal vellinum í Vilmoura, Algarve.

Sigurskor Markúsar var 14 yfir pari, 158 högg (77 81).

Þess mætti geta að Markús, sem er 12 ára, er stigameistari Íslandsbankamótaraðarinnar í strákaflokki (14 ára og yngri).

Sjá má lokastöðuna á Campeonato Nacional de Jovens með því að SMELLA HÉR: (Sjá undir Resultatos, Sub 14, Masculino).