Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2020 | 20:00

Hvað var í sigurpoka Reed?

Patrick Reed sigraði á heimsmótinu í Mexíkó og getur einkum þakkað því hversu heitur pútterinn hans var.

Á keppnisdögunum 4 var hann með 45 einpútt.

Eftirfarandi kylfur og annar golfútbúnaður var í golfpoka bandaríska kylfingsins Patrick Reed, þegar hann sigraði á heimsmótinu í Mexíkó:

Bolti: Titleist Pro V1
Dræver: Ping, G400 (9°)
3-tré: Callaway, Mavrik Sub Zero (15°)
Blendingur: Callaway, Apex (20°)
Járn: 4-PW Callaway, Grindworks Patrick Reed Prototype
Gap fleygjárn: Titleist Vokey SM7 (50°)
Sand fleygjárn: Titleist Vokey SM8 (56°)
Lob fleygjárn: Titleist Vokey SM8 (60°)
Pútter: Scotty Cameron, Tour Rat I