Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2020 | 17:00

NGL: Rúnar varð T-42

Rúnar Arnórsson, GK, var sá eini, sem komst í gegnum niðurskurð af 3 íslenskum kylfingum, sem þátt tóku í 1. móti Nordic Golf League (skammst: NGL) 2020, sem fram fór á Lumine golfsvæðinu í Algarve.

Hann lék því lokahringinn og var skor hans á honum 77 högg.

Samtals lék Rúnar á 4 yfir pari, 219 höggum (67 75 77).

Mótið fór fram 23.-25. febrúar 2020 og voru Hills og Lakes vellir Lumine leiknir til skiptis.

Sigurvegari í þessu 1. móti NGL varð Daninn Marcus Helligkilde, en hann lék á samtals 12 undir pari, 203 höggum (69 63 71).

Sjá má lokastöðuna í Lumine mótinu með því að SMELLA HÉR: