Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2020 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: Vani Kapoor (5/65)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu.

Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR:

Dansað var úr röðinni og íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn.

Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir þegar verið kynnt.

Næst verða þær 4 kynntar sem urðu T-61, þ.e. deildu 61. sætinu en það eru: sænski kylfingurinn Emma Westin, Anaelle Carnet frá Frakklandi, Vani Kapoor frá Indlandi og enski kylfingurinn Georgia Coughlin.

Þær léku allar á 16 yfir pari, 377 höggum. Sú sem varð uppreiknað í 64. sæti,Georgia Coughlin, hefir þegar verið kynnt og í dag er það indverski kylfingurinn Vani Kapoor sem varð í 63. sæti.

Vani Kapoor fæddist 6. janúar 1994 í Nýju Delhi og er því nýorðin 26 ára. Hún er frá Guragaon á Indlandi.

Kapoor er 1,65 m á hæð.

Hún sagði eitt sinn að hún hefði hatað golf þegar hún var yngri því fyrsti golfkennari hennar (í the Air Force Golf Club, þar sem hún er meðlimur á Indlandi) hafi verið mjög neikvæður og tímarnir óreglulegir.

Hins vegar hafi hún þegar hún var 12 ára verið harðákveðin í því að verða atvinnukylfingur.

Kapoor gerðist atvinnumaður í golfi 2012.

Hún spilaði í 6 ár á WGAI (skammst. fyrir mótaröð the Women’s Golf Association of India (WGAI)).

Þá reyndi fyrir sér á úrtökumóti fyrir LET árið 2017 og komst í gegn og hlaut því fyrst full spilaréttindi á LET keppnistímabilið 2018 og var þá eini indverski kylfingurinn á Evrópumótaröð kvenna.

Hún varð fyrst indverskra kylfinga til þess að hljóta spilaréttindi á áströlsku ALPG mótaröðinni.

Nú eftir úrtökumótið 2020 hlýtur hún aðeins takmörkuð spilaréttindi á LET, 2020.