Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2020 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2020: Johannes Veerman (16/28)

28 kylfingar tryggðu sér fullan spilarétt á Evrópumótaröðinni og mun Golf 1, líkt og á undanförnum vera með kynningu á þeim.

Meirihluti þeirra sem komst á Evróputúrinn, með þátttöku sinni í lokaúrtökumótinu eru reynsluboltar, sem margir hafa spilað á Evróputúrnum og í nokkrum tilvikum einnig bestu mótaröð í heimi PGA TOUR og voru þáttakendur í lokaúrtökumótinu því sérlega sterkir í ár.

Lokaúrtökumótið fór fram á Lumine golfstaðnum á Spáni, dagana 15.-20. nóvember 2019 að þessu sinni.

Í fyrsta sinn í golfsögunni voru 3 íslenskir keppendur á lokaúrtökumótinu: Andri Þór Björnsson, GR; Bjarki Pétursson,GB og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Því miður komst enginn þeirra á Evróputúrinn að þessu sinni.

Golf 1 hefir þegar kynnt þá 4, sem rétt sluppu inn á Evróputúrinn og urðu T-2, þá 8 kylfinga sem deildu 17. sætinu og þrjá af þeim 4, sem deildu 13. sætinu en það eru: Johannes Veerman frá Bandaríkjunum, Garrick Porteous, frá Englandi, Jake McLeod, frá Ástralíu og Armitage  frá Englandi. Aðeins á eftir að kynna Veerman, sem kynntur verður í dag.  All

Allir léku þeir sem deildu 13. sætinu á samtals 14 undir pari, 414 höggum; Veerman (67-67-66-66) og uppreiknað stóð Veerman sig best af þeim, varð í 13. sæti.

Johannes Veerman fæddist 17. maí 1992 og er þvi 27 ára.

Hann er sonur Jan and Yanti Veerman og á eina systur Elisabeth. Fjölskyldan býr í Sugar Land, Texas.

Veerman byrjaði að spila golf 9 ára.

Hann var í Clements highschool og spilaði síðan golf með golfliði Texas A&M University, þaðan sem hann útskrifaðist 2015. Sjá má um afrek Veerman í bandaríska háskólagolfinu með því að SMELLA HÉR: 

Síðan þá hefir Veerman á ýmsum mótaröðum þ.á.m. Asíutúrnum.

Eftir að ljóst var að Veerman hefði tryggt kortið sitt á Evróputúrinn sagði hann að það hefði verið draumur sinn að spila á þeirri mótaröð allt frá því hann sá BMW PGA Championship á Wentworth, sem krakki.

Sem stendur er Veerman í 284. sæti á heimslistanum.