Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2020 | 21:00

NGL: Rúnar náði niðurskurði!

Þrír íslenskir kylfingar tóku þátt í fyrsta móti ársins á Nordic Golf League (skammst. NGL) mótaröðinni: Bjarki Pétursson, GB, Ragnar Már Garðarsson, GKG og Rúnar Arnórsson, GK.

Spilað er á Lumine golfstaðnum á Spáni og eru Hills og Lakes vellirnir spilaðir til skiptis.

Rúnar var sá eini af Íslendingunum 3 sem náði niðurskurði, hinir tveir eru úr leik.

Rúnar lék fyrstu tvo hringi mótsins á samtals 1 undir pari, 142 höggum (67 75).

Aðeins 1 sárgrætilegu höggi munaði að Bjarki kæmist gegnum niðurskurðinn en hann lék á samtals 2 yfir pari, 145 höggum (71 74), en þeir komust í gegnum niðurskurð sem voru á samtals 1 yfir pari eða betra skori.

Ragnar Már lék á samtals 6 yfir pari, 149 höggum (73 76) og komst ekki gegnum niðurskurð að þessu sinni.

Sjá má stöðuna á Lumine mótinu með því að SMELLA HÉR: