Tveir með ása á Hvaleyrinni!
Tveir hafa með skömmu millibili fengið ása á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Gísli Vagn Jónsson fór holu í höggi á 10. braut Hvaleyrarinnar þann 12. ágúst sl. Gísli Vagn notaði 6-járn en 10. braut er 142 m löng af gulum. Þann 16. ágúst sl. fór Kristján Knútsson síðan holu í höggi á 15. braut Hvaleyrarinnar. Notaði hann 9-járn en brautin er 124 m af gulum. Golf 1 óskar þeim Gísla Vagn og Kristjáni til hamingju með ásana!!!
Afmæliskylfingur dagsins: Zac Blair ———— 20. ágúst 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Zac Blair. Hann er fæddur 20. ágúst 1990 í Salt Lake City, Utah og á því 30 ára stórafmæli í dag. Blair var í Freemont High School og síðan í Brighm Young University, þar sem hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu. Hann spilar nú á PGA Tour. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Zac Blair með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ólafur Bjarnason Sh, 20. ágúst 1973 (47 ára); Garrett Whitney Phillips, 20. ágúst 1986 (34 ára); Álsey Ve, 20. ágúst 1987 (33 ára); Góðir Landsmenn …. og …. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í Lesa meira
Brooks Koepka frá keppni vegna meiðsla
Fjórfaldur risamótsmeistari Brooks Koepka hefir sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ekki munu keppa meir það sem eftir er ársins 2020, vegna meiðsla. Í þeim 10 mótum sem hann hefir spilað í á PGA Tour nú í ár hefir hann aðeins náð að komast 2 í gegnum niðurskurð. Hann komst m.a. ekki í gegnum niðurskurð í móti sl. viku, Wyndham Championship, þar sem hann lék á (70 72). Koepka hefir því m.a. dregið sig úr á næsta móti á PGA Tour, Northern Trust tournament, sem fram fer á TPC Boston í Massachusetts og hann áætlaði að spila í. Koepka hefir átt við þrálát meiðsli að stríða í hné Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Steingrímsson – 19. ágúst 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Guðjón Steingrímsson. Guðjón er fæddur 19. ágúst 1967 og á því 52 ára afmæli í dag!!! Guðjón var í hinum frábæra ´67 árgangi í Víðisstaðaskóla og er í Golfklúbbnum Keili (GK) í Hafnarfirði. Hann á soninn Arnór og dótturina Elísu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Gudjon Steingrimsson · Innilega til hamingju með 53 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Björn Friðþjófsson, 19. ágúst 1942 (78 ára), GR (fgj. 13.8); Christy O’ Connor Jr, 19. ágúst 1948 (72 ára); Gordon Brand Jr., f. 19. ágúst 1958 – d. 1. ágúst Lesa meira
GE: Hanna og Magnús klúbbmeistarar 2020
Fyrsta meistararmót Golfklúbbsins Esju fór fram á Brautarholtsvelli 13.-15. ágúst sl. Klúbbmeistarar Esju 2020 eru þau Hanna Lóa Skúladóttir og Magnús Lárusson. Helstu úrslit í flokkunum 3, sem keppt var í voru eftirfarandi: Kvennaflokkur: 1 sæti Hanna Lóa Skúladóttir 46p 2.sæti Edda Hermannsdóttir 41p 3.sæti Kristín Bjargar Magnúsdóttir 35p Meistaraflokkur karla (höggleikur): 1 sæti Magnús Lárusson 142 2.sæti Ingi Rúnar Gíslason 144 3.sæti Guðlaugur Rafnsson 151 1.flokkur karla (höggleikur með fgj.) 1. sæti Gunnar Már Sigurfinnsson 152 2. sæti Páll Ingólfsson 155 3. sæti Gústav Axel Gunnlaugsson 165 Aðalmyndagluggi: Sigurvegarar á meistaramóti GE 2020. Mynd: ml@prosjoppan.is.
LPGA: Lewis sigraði á Opna skoska
Aberdeen Standard Investments Ladies Scottish Open, eða Opna skoska hjá konunum, fór fram dagana 14.-16. ágúst og lauk í gær. Sigurvegari mótsins var hin bandaríska Stacy Lewis. Hún lék keppnishringina 3 á samtals 5 undir pari, 279 höggum, líkt og 3 aðrir kylfingar og varð því að koma til bráðabana, þar sem Lewis hafði best. Hinir 3 kylfingarnir í bráðabananum voru hin bandaríska Cheyenne Knight, Emily Kristine Pedersen frá Danmörku og hin spænska Azahara Muñoz. Fyrir sigurinn hlaut Lewis $225,000 eða 1/5 hluta af því sem sigurvegarinn á PGA nú um helgina, Jim Herman hlaut fyrir sigur sinn á Wyndham Championship. Djöfuls kynjamisrétti í verðlaunafé alltaf!!! Og allir eins og Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Stefán Guðmundur Þorleifsson – 18. ágúst 2020
Það er Stefán Guðmundur Þorleifsson, sem á afmæli í dag. Hann er fæddur 18. ágúst 1916 og er því 104 ára í dag. Stefán er í Golfklúbbi Neskaupsstaðar, (GN). Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Reykjavík Reykvíkingur (96 ára); Egill Egilsson, GMS, 18. ágúst 1956 (64 ára); Anna Kr. Jakobsdottir (64 ára); Grasagarður Reykjavíkur (59 ára); Thorey Vilhjalmsdottir (48 ára); Joachim B. Hansen, 18. ágúst 1990 (30 ára STÓRAFMÆLI – hann er danskur á Áskorendamótaröðinni ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu Lesa meira
PGA: Herman sigraði á Wyndham
Það var Jim Herman, sem sigraði á Wyndham Championship, móti vikunnar á PGA Tour, sem lauk í kvöld. Mótið fór fram dagana 13.-16. ágúst í Sedgefield CC í Greensboro, Norður-Karólínu. Sigurskor Herman, sem er mikill vinur Trump forseta, var 21 undir pari, 259 högg (66 69 61 63). Fyrir sigurinn hlaut Herman $1,152,000 (rúmar 139 milljónir íslenskra króna). Í 2. sæti varð Billy Horschel, 1 höggi á eftir og 3.-6. sæti á samtals 18 undir pari hver urðu þeir Si Woo Kim, Kevin Kisner, Webb Simpson og Doc Redman. Sjá má lokastöðuna á Wyndham Championship að öðru leyti með því að SMELLA HÉR:
Unglingamótaröðin 2020 (4): Úrslit í Íslandsmótinu í holukeppni
Íslandsmótið í holukeppni unglinga fór fram á Hólmsvelli í Leiru, dagana 14.-16. ágúst 2020 og lauk því í dag. Skipting sigursætanna 24 (þ.e. 3 efstu sætin í flokkunum 8) eftir klúbbum var eftirfarandi: 1. sæti Golfklúbbur Reykjavíkur 9 2.-3. sæti Golfklúbburinn Keilir 4 2.-3. sæti Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 4 4.-5. sæti Golfklúbbur Akureyrar 3 4.-5. sæti Golfklúbbur Mosfellsbæjar 3 6. sæti Golfklúbbur Selfoss 1 Ef aðeins eru tekin sigursætin 8 (þ.e. 1. sætið) er skiptingin eftirfarandi eftir klúbbum: GR á flesta eða 3 Íslandsmeistara; GKG og GM eiga hvor klúbbur um sig 2 Íslandsmeistara og GA á 1 Íslandsmeistara. Úrslit voru eftirfarandi: Stelpur 14 ára og yngri: 1. Perla Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Vífill Karlsson —— 16. ágúst 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Vífill Karlsson. Hann er fæddur 16. ágúst 1948 og því 72 árs afmæli í dag. Vífill er í Golfklúbbnum á Höfn í Hornafirði (GHH). Honum hefir gengið vel í opnum mótum. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Vífill Karlsson (72 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Temper Netverslun (79 ára); Sveinsdóttir Sveinbjörg (54 ára); Ekki Spurning (43 ára) … og … Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða Lesa meira










