Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2020 | 22:00

Unglingamótaröðin 2020 (4): Úrslit í Íslandsmótinu í holukeppni

Íslandsmótið í holukeppni unglinga fór fram á Hólmsvelli í Leiru, dagana 14.-16. ágúst 2020 og lauk því í dag.

Skipting sigursætanna 24 (þ.e. 3 efstu sætin í flokkunum 8) eftir klúbbum var eftirfarandi:

1. sæti Golfklúbbur Reykjavíkur 9

2.-3. sæti Golfklúbburinn Keilir 4

2.-3. sæti Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 4

4.-5. sæti Golfklúbbur Akureyrar 3

4.-5. sæti Golfklúbbur Mosfellsbæjar 3

6. sæti Golfklúbbur Selfoss 1

Ef aðeins eru tekin sigursætin 8 (þ.e. 1. sætið) er skiptingin eftirfarandi eftir klúbbum:

GR á flesta eða 3 Íslandsmeistara; GKG og GM eiga hvor klúbbur um sig 2 Íslandsmeistara og GA á 1 Íslandsmeistara.

Úrslit voru eftirfarandi:

Perla Sól og Veigar Íslandsmeistarar í holukeppni 2020 í fl. 14 ára og yngri. Mynd: GSÍ

Stelpur 14 ára og yngri:

1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR
2. Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GR
3. Pamela Ósk Hjaltadóttir, GR

Strákar 14 ára og yngri:

1. Veigar Heiðarsson, GA
2. Markús Marelsson, GK
3. Guðjón Frans Halldórsson, GKG

María Eir og Bjarni Þór Íslandsmeistarar í holukeppni 2020 í fl. 15-16 ára

Telpur 15-16 ára:

1. María Eir Guðjónsdóttir, GM
2. Katrín Sól Davíðsdóttir, GM
3. Nína Margrét Valtýsdóttir, GR

Drengir 15-16 ára:

1. Bjarni Þór Lúðvíksson, GR
2. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG
3. Óskar Páll Valsson, GA

Hulda Clara og Dagbjartur Íslandsmeistarar í holukeppni 2020 í fl. 17-18 ára.Mynd: GSÍ

Stúlkur 17-18 ára:

1. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG
2. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR
3. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA

Piltar 17-18 ára:

1. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR
2. Böðvar Bragi Pálsson, GR
3. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR

Stúlkur 19-21 árs:

1. María Björk Pálsdóttir, GKG
2. Inga Lilja Hilmarsdóttir, GK
3. Íris Lorange Káradóttir, GK

Piltar 19-21 árs:

1. Kristófer Karl Karlsson, GM
2. Aron Emil Gunnarsson, GOS
3. Daníel Ísak Steinarsson, GK

Í aðalmyndaglugga: María Björk Pálsdóttir, GKG og Kristófer Karl Karlsson, GM Íslandsmeistarar í holukeppni í flokki 19-21 árs