Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2020 | 20:00

Tveir með ása á Hvaleyrinni!

Tveir hafa með skömmu millibili fengið ása á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði.

Gísli Vagn Jónsson fór holu í höggi á 10. braut Hvaleyrarinnar þann 12. ágúst sl.

Gísli Vagn Jónsson. Mynd: Sævar Atli Veigsson

Gísli Vagn notaði 6-járn en 10. braut er 142 m löng af gulum.

Þann 16. ágúst sl. fór Kristján Knútsson síðan holu í höggi á 15. braut Hvaleyrarinnar.

Notaði hann 9-járn en brautin er 124 m af gulum.

Golf 1 óskar þeim Gísla Vagn og Kristjáni til hamingju með ásana!!!