Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2020 | 18:00

LPGA: Lewis sigraði á Opna skoska

Aberdeen Standard Investments Ladies Scottish Open, eða Opna skoska hjá konunum, fór fram dagana 14.-16. ágúst og lauk í gær.

Sigurvegari mótsins var hin bandaríska Stacy Lewis.

Hún lék keppnishringina 3 á samtals 5 undir pari, 279 höggum, líkt og 3 aðrir kylfingar og varð því að koma til bráðabana, þar sem Lewis hafði best.

Hinir 3 kylfingarnir í bráðabananum voru hin bandaríska Cheyenne Knight, Emily Kristine Pedersen frá Danmörku og hin spænska Azahara Muñoz.

Fyrir sigurinn hlaut Lewis $225,000 eða 1/5 hluta af því sem sigurvegarinn á PGA nú um helgina, Jim Herman hlaut fyrir sigur sinn á Wyndham Championship. Djöfuls kynjamisrétti í verðlaunafé alltaf!!! Og allir eins og sofnaðir og finnst ekkert sjálfsagðara!!! Svona er þetta bara.

Sjá má lokastöðuna á Aberdeen Standard Investments Ladies Scottish Open með því að SMELLA HÉR: