Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sam Torrance —- 24. ágúst 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Sam Torrance, OBE. Torrance er fæddur í Largs, Skotlandi 24. ágúst 1953 og á því 67 ára afmæli í dag!!! Torrance gerðist atvinnumaður í golfi 16 ára og hefir á ferli sínum sigrað 43 sinnum þar af í 21 skipti á Evrópumótaröðinni (og er í 10. sæti yfir þá sem sigrað hafa oftast á þeirri mótaröð). Seinni ár hefir Torrance spilað á European Seniors Tour þ.e. öldungamótaröðinni og þar hefir hann sigrað 11 sinnum. Besti árangur Torrance í risamóti er 5. sæti á Opna breska árið 1981. Torrance er kvæntur Suzanne Danielle (frá árinu 1988), en Suzanne er ensk leikkona (ekki mjög þekkt hér á landi). Torrance Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2020 | 23:59

PGA: DJ sigraði á Northern Trust!

Það var Dustin Johnson (DJ) sem sigraði á Northern Trust, móti vikunnar á PGA Tour. Mótið fór fram 20.-23. ágúst 2020 Í Norton, MA. Sigurskor DJ er annað lægsta heildarskor í sögu mótaraðarinnar, en hann lék á glæsilegum 30 undir pari, 254 högg (67 60 64 63). Lægsta heildarskor í sögu PGA Tour á Ernie Els, en hann lék á samtals 31 höggi undir pari, árið 2003. Hann átti heil 11 högg á þann sem varð í 2. sæti, Harris English. Sjá má lokastöðuna á Northern Trust með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2020 | 20:00

Evróputúrinn: Langasque sigraði í Wales!

Það var franski kylfingurinn Romain Langasque, sem stóð uppi sem sigurvegari á ISPS Handa Wales Open. Mótið fór fram dagana 20.-23. ágúst 2020 í The Celtic Manor Resort, í The City of Newport í Wales. Finninn Sami Välimäki varð í 2. sæti, 2 höggum á eftir Langasque. Ensku kylfingarnir David Dixon og Matthew Jordan deildu síðan 3. sætinu. Sjá má lokastöðuna á ISPS Handa Wales Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2020 | 18:00

LPGA: 1. risamótssigur Popov!

Hin þýska Sophia Popov sigraði á 1. risamóti ársins hjá konunum, AIG Women´s Open, sem fram fór dagana 20.-23. ágúst í Troon, Skotlandi. Þetta er fyrsti risatitill Popov. Sigurskor Popov var samtals 7 undir pari, 277 högg (70 – 72 – 67 – 68). Sigurlaun Popov voru $675,000. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Popov með því að SMELLA HÉR:  Í 2. sæti varð hin thaílenska Jasmine Suwannapura, 2 höggum á eftir Popov og í 3. sæti Minjee Lee, frá Ástralíu, enn 2 höggum á eftir þ.e. á samtals 3 undir pari.  Í 4. sæti varð síðan gamla brýnið Inbee Park frá S-Kóreu á samtals 1 undir pari, en þessar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Auður Kjartansdóttir – 23. ágúst 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Auður Kjartansdóttir. Auður er fædd 23. ágúst 1991 og er því 29 ára í dag! Hún er klúbbmeistari Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi 2013, 2014, 2015 og 2016 eða 4 ár í röð!!! Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Auði með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Auðar til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Auður Kjartansdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter Thomson, 23. ágúst 1929 (91 árs); Skylmingafélag Reykjavíkur 23. ágúst 1948 (72 ára); Guðrún Sesselja Arnardóttir 23. ágúst 1966 (54 ára); Mo Joong-kyung, 23. ágúst 1971 (49 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2020 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (34/2020)

Hér er einn sem segja verður á ensku: A little girl was at her first golf lesson when she asked an interesting question… Q: “Is the word spelled P-U-T or P-U-T-T?” She asked her instructor. A: “P-U-T-T is correct,” the instructor replied. “P-U-T means to place a thing where you want it. “P-U-T-T means merely a futile attempt to do the same thing.”

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2020 | 18:00

GÚ: Þorgerður og Bjarki Þór klúbbmeistarar 2020

Meistaramót GÚ 2020 fór fram dagana 17. og 18. júli s.l. 45 keppendur tóku þátt og kepptu þeir í 6 flokkum. Talsvert rok var báða dagana sem kom niður á frammistöðu keppenda. Klúbbmeistarar urðu Þorgerður Hafsteinsdóttir og Bjarki Þór Davíðsson. Sjá má öll úrslit hér að neðan: Meistaraflokkur karla (1): 1 Bjarki Þór Davíðsson, 17 yfir pari, 157 högg (75 82) 2. flokkur kvenna (9): 1 Þorgerður Hafsteinsdóttir, 60 yfir pari, 200 högg (98 102) 2 Kristrún Runólfsdóttir, 61 yfir pari, 201 högg (101 100) 3 Soffía Dögg Halldórsdóttir, 65 yfir pari, 205 högg (98 107) 4 Hjördís Björnsdóttir, 66 yfir pari, 206 högg (98 108) 5 Sigrún Hallgrímsdóttir, 67 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Brittany Lang —- 22. ágúst 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Brittany Lang. Brittany fæddist í Richmond, Virginia, 22. ágúst 1985 og á því 35 ára afmæli í dag!!! Brittany var í Solheim Cup liði Evrópu 2013 og m.a. aðeins önnur af 2 til þess að vinna leik sinn í tvímenningsleikum sunnudagins f.h. liðs Bandaríkjanna, en Brittany vann leik sinn gegn Azahara Muñoz 2&1. Brittany var jafnframt í Solheim Cup liðum Bandaríkjanna 2015 og 2017. Brittany var 2 ár í háskóla, Duke University og spilaði golf með háskólaliðinu. Hún hætti samt í háskóla og gerðist atvinnumaður í golfi 2005 eftir gott gengi á US Women´s Open þar sem hún náði 2. sætinu (T-2) (sem er næstbesti árangur hennar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2020 | 23:59

PGA: Scheffler á 59!

Bandaríski kylfingurinn Scottie Scheffler átti sögulegan 2. hring á Northern Trust mótinu, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Sjá má kynningu Golf 1 á Scheffler með því að SMELLA HÉR:  Hann átti hring upp á 59 glæsihögg og er 12. kylfingurinn í sögu PGA Tour til þess að vera á undir 60 höggum í mótum mótaraðarinnar. Hinn 24 ára Scheffler skilaði skollalausu meistaraskorkorti með 12 fuglum, og skipti þeim jafnt á fyrri og seinni 9 holurnar. Scheffler er jafnframt næstyngsti kylfingurinn til þess að vera á 59 höggum eða betra í PGA Tour móti – aðeins Justin Thomas var yngri þegar hann náði glæsihring sínum upp á 59 högg. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Anna Björk Birgisdóttir – 21. ágúst 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Anna Björk Birgisdóttir. Hún fæddist 21. ágúst 1966 og á því 54 ára afmæli í dag!!! Hún er í kvennanefnd Golfklúbbs Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Önnu Björk til hamingju með afmælið Anna Björk Birgisdóttir (54 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Eiríkur Jónsson, 21. ágúst 1905 (hefði orðið 115 ára); Sigridur Eythorsdottir, f. 21. ágúst 1940- d. 22. júlí 2016; Richard Francis „Dick“ Zokol, 21. ágúst 1958 (62 ára); Sturla Friðriksson, 21. ágúst 1962 (58 ára); Keramikhofið Slf, 21. ágúst 1972 (48 ára); Magnus A Carlson, 21. Lesa meira