Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2020 | 18:00

Brooks Koepka frá keppni vegna meiðsla

Fjórfaldur risamótsmeistari Brooks Koepka hefir sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ekki munu keppa meir það sem eftir er ársins 2020, vegna meiðsla.

Brooks Koepka. Mynd: Harry How

Í þeim 10 mótum sem hann hefir spilað í á PGA Tour nú í ár hefir hann aðeins náð að komast 2 í gegnum niðurskurð.

Hann komst m.a. ekki í gegnum niðurskurð í móti sl. viku, Wyndham Championship, þar sem hann lék á (70 72).

Koepka hefir því m.a. dregið sig úr á næsta móti á PGA Tour, Northern Trust tournament, sem fram fer á TPC Boston í Massachusetts og hann áætlaði að spila í.

Koepka hefir átt við þrálát meiðsli að stríða í hné og mjöðm.

Hann er fæddur 3. maí 1990 og er því aðeins 30 ára.

Aðalmyndagluggi: Koepka hlýtur aðhlynningu vegna meiðsla á PGA Championship.