Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Zac Blair ———— 20. ágúst 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Zac Blair.  Hann er fæddur 20. ágúst 1990 í Salt Lake City, Utah og á því 30 ára stórafmæli í dag. Blair var í Freemont High School og síðan í Brighm Young University, þar sem hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu. Hann spilar nú á PGA Tour.  Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Zac Blair með því að SMELLA HÉR: 

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ólafur Bjarnason Sh, 20. ágúst 1973 (47 ára); Garrett Whitney Phillips, 20. ágúst 1986 (34 ára); Álsey Ve, 20. ágúst 1987 (33 ára);  Góðir Landsmenn …. og ….

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is