Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2020 | 23:59

PGA: Herman sigraði á Wyndham

Það var Jim Herman, sem sigraði á Wyndham Championship, móti vikunnar á PGA Tour, sem lauk í kvöld.

Mótið fór fram dagana 13.-16. ágúst í Sedgefield CC í Greensboro, Norður-Karólínu.

Sigurskor Herman, sem er mikill vinur Trump forseta, var 21 undir pari, 259 högg (66 69 61 63).

Fyrir sigurinn hlaut Herman $1,152,000 (rúmar 139 milljónir íslenskra króna).

Í 2. sæti varð Billy Horschel, 1 höggi á eftir og 3.-6. sæti á samtals 18 undir pari hver urðu þeir Si Woo Kim, Kevin Kisner, Webb Simpson og Doc Redman.

Sjá má lokastöðuna á Wyndham Championship að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: