Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigríður Margrét Guðmundsdóttir – 6. september 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Hún er fædd 6. september 1950 og á því 70 ára merkisafmæli í dag! Sigríður Margrét er í Golfklúbbi Borgarness. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið Sigríður Margrét Guðmundsdóttir – 70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dow Finsterwald, 6. september 1929 (91 árs); Jóhann Smári Jóhannesson, 6. september 1935 (85 ára); Sigríður Margrét Gudmundsdottir (70 ára) Jakob Helgi Richter, GK, 6. september 1951 (69 ára); Jóhannes Bjarki Sigurðsson 6. september 1975 (45 ára); Stephen Gangluff, 6. september 1975 (45 ára); Ragnhildur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2020 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (36/2020)

Siggi kemur til sálfræðingsins síns: „Læknir, er ég manneskja eða dýr?“ „Manneskja, auðvitað, af hverju spyrðu?“ „Á hverjum degi eftir vinnu þýt ég eins og hundur á golfvöllinn, kjafta eins og páfagaukur við spilafélagana, þegar boltinn lendir í glompunni líður mér eins og naut í flagi, þá strita ég eins og asni undir flóðljósunum í æfingarbásunum. Þegar ég kem heim seint um að kvöldi spyr konan mín mig: „Hefur þú verið að vinna yfirvinnu aftur, vinnudýrið þitt?‘ „

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2020 | 18:00

LET Access: Guðrún Brá lauk keppni T-14 á Flumserberg mótinu í Sviss

Klúbbmeistari GK 2020 og Íslandsmeistarinn í höggleik sl. 3 ár, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, tók þátt í Flumserberg Ladies Open, móti á LET Access. Mótið fór fram dagana 3.-5. september í Gams-Werdenberg golfklúbbnum í Sviss og lauk því í dag. Guðrún Brá lék á samtals 3 undir pari, 213 höggum (69 72 72) og lauk keppni T-14. Fyrir frammistöðu sína hlaut Guðrún Brá u.þ.e. 762 evrur, sem eru u.þ.b. ísl kr. 125.000,- Sigurvegari í mótinu var finnska stúlkan Sanna Nuutinen, en hún lék á samtals 12 undir pari, 204 höggum, líkt og hin norska Stina Reesen en fara varð fram bráðabani til þess að skera úr um hvor þeirra hefði sigur. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Alexa Stirling Fraser – 5. september 2019

Það er Alexa Stirling Fraser, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hún var fædd 5. september 1897 og hefði orðið 123 ára í dag hefði hún lifað, en Alexa dó 15. apríl 1977. Sjá má eldri umfjöllun Golf 1 um Alexu Stirling Fraser í greinaflokknum kylfingar 19. aldar með því að SMELLA HÉR; Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru Thomas Charles Pernice Jr. 5. september 1959 (61 árs); Grétar (Gressi) Agnars, 5. september 1972 (48 ára); Ingvar Karl Hermannsson, 5. september 1982 (38 ára) … og …. Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2020 | 18:00

GHH: Anna Eyrún og Halldór Sævar klúbbmeistarar 2020

Meistaramót Golfklúbbsins í Höfn í Hornafirði (GHH) fór fram dagana 14.-16. ágúst 2020 í brakandi blíðu. Klúbbmeistarar GHH eru þau Anna Eyrún Halldórsdóttir og Halldór Sævar Birgisson. Sjá má öll úrslit í meistaramóti GHH með því að SMELLA HÉR: Sjá má helstu úrslit í meistaramóti GHH hér að neðan: Kvennaflokkur: Í kvennaflokki voru leiknar 18 holur og sigraði Anna Eyrún á 97 höggum, Inga Kristín á 104 höggum í öðru sæti og Þórgunnur í því þriðja eftir bráðabana við Laufey Ósk, en þær léku báðar á 112 höggum.   Meistaraflokkur karla: 1 Halldór Sævar Birgisson, 11 yfir pari, 221 högg (77 71 73) 2 Jón Guðni Sigurðsson, 30 yfir pari, 240 högg Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gestur Halldórsson – 4. september 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Gestur Halldórsson. Gestur er fæddur 4. september 1960 og á því 60 ára stórafmæli í dag!!! Gestur er frá Höfn í Hornafirði. Komast má á facebook síðu Gests til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Gestur Halldórsson (60 ára merkisafmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Raymond Floyd, 4. september 1942 (78 ára); Ásbjörn Björgvinsson (63 ára); Pétur Már Ólafsson, 4. september 1965 (55 ára); Christian Þorkelsson (59 ára); Laura Lyn Rosier-Heckaman 4. september 1968 (52 ára); Óska Skart (36 ára); Dawn Shockley, bandarískur nýliði á LET 2012 fædd 4. september 1986 (34 ára) … Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2020 | 20:00

Rory orðinn pabbi!

Rory McIlroy er orðinn pabbi og tilkynnti um fæðingu dóttur sinnar, sem hlotið hefir nafnið Poppy Kennedy McIlroy, á samfélagsmiðlum. Þar sagði hann m.a.: „Poppy Kennedy McIlroy fæddist 31. ágúst kl. 12:15 pm.“ „Hún er ást lífs okkar. Móður og barni heilsast vel. Kærar þakkir til alls starfsfólks Jupiter Medical Center og Dr Sasha Melendy fyrir ótrúlega umhyggju þeirra.“ Littla Poppy Kennedy kom í heiminn á mánudaginn eftir BMW Championhip og var Rory áður búinn að gefa út að ef hún fæddist fyrir Tour Championship myndi hann ekki taka þátt í mótinu. Hann sagði m.a. um þátttöku sína í Tour Championship í ár: „Ég á eftir að spila í mörgum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2020 | 18:00

Hulda Clara og Dagbjartur úr leik á Opna breska áhugamannamótinu

Hulda Clara Gestdóttir og Dagbjartur Sigurbrandsson tóku þátt í Opna breska áhugamannamótinu (British Open Championship). Mótið fór nú í ár fram á velli Royal Birkdale hjá piltum en stúlkurnar léku á velli nálægt Liverpool, West Lancashire golfvellinum, dagana 25.-30. ágúst 2020. Keppnisfyrirkomulag er þannig að spilaður er einn hringur höggleikur og komast 64 efstu áfram í holukeppni. Dagbjartur var ekki meðal efstu 64, varð T-69; lék á 6 yfir pari, 77 höggum og er úr leik. Hulda Clara komst ekki upp úr 32 manna holukeppninni og er einnig úr leik.

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Svanhildur Gestsdóttir – 3. september 2020

Það er Svanhildur Gestsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Svanhildur er fædd 3. september 1964 og á því 56 ára rafmæli í dag. Hún er í Golfklúbbi Reykjavíkur og móðir afrekskylfingsins Írisar Kötlu Guðmundsdóttir. Svanhildur hefir staðið sig vel í opnum mótum sigraði t.d. í punktakeppnishluta Siggu & Timo mótsins 2012 og varð í 2. sæti í Loftleiðir Masters golfmótinu á vegum Golfklúbbs flugfreyja og flugþjóna, sem haldið var 29. júlí 2014. Eins mátti oft sjá Svanhildi í kaddýstörfum fyrir dóttur sína, Írisi Kötlu á Eimskipsmótaröðinni (nú: Mótaröð þeirra bestu). Svanhildur er gift Guðmundi Arasyni og eiga þau þrjú börn: Írisi Kötlu, Snædísi og Ara Gest. Komast má á facebook síðu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2020 | 18:00

Öldungamótaröð PGA: Mickelson sigraði

Phil Mickelson varð 50 ára nú á árinu og tók í fyrsta sinn þátt í móti á Öldungamótaröð Bandaríkjanna, Charles Schwab Series. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði og er hann 20. kylfingurinn á Öldungamótaröð PGA Tour,  sem tekst að sigra í sinni fyrstu tilraun. Mótið sem Mikelson lék í var Charles Schwab Series at Ozarks National og fór það fram dagana 24.-26. ágúst 2020 í Ridgedale, Missouri. Sigurskor Mickelson var 22 undir pari, 191 högg (61 64 66). Í 2. sæti varð Tim Petrovic á samtals 18 undir pari. Sjá má lokastöðuna í Charles Schwab Series at Ozarks National með því að SMELLA HÉR: