Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2020 | 18:00

Öldungamótaröð PGA: Mickelson sigraði

Phil Mickelson varð 50 ára nú á árinu og tók í fyrsta sinn þátt í móti á Öldungamótaröð Bandaríkjanna, Charles Schwab Series.

Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði og er hann 20. kylfingurinn á Öldungamótaröð PGA Tour,  sem tekst að sigra í sinni fyrstu tilraun.

Mótið sem Mikelson lék í var Charles Schwab Series at Ozarks National og fór það fram dagana 24.-26. ágúst 2020 í Ridgedale, Missouri.

Sigurskor Mickelson var 22 undir pari, 191 högg (61 64 66).

Í 2. sæti varð Tim Petrovic á samtals 18 undir pari.

Sjá má lokastöðuna í Charles Schwab Series at Ozarks National með því að SMELLA HÉR: