Golfgrín á laugardegi (37/2020)
Bernhard Langer spilar golfhring með presti. Á 7. teig, par-3, braut spyr presturinn: „Hvaða kylfu notar þú hér, sonur minn?“ „Áttu. En þú?“ „Létt 7-járn og samtímis bið ég til Guðs“ Bernhard slær og boltinn stoppar 1cm frá flagginu. Presturinn toppar höggið og boltinn flýgur langt yfir flötina. Bernhard snýr sér að prestinum og segir : „Í kirkjunni okkar höldum við höfði niðri þegar við biðjum!“
Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaug María Óskarsdóttir – 12. september 2020
Það er Guðlaug María Óskarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Guðlaug María er fædd 12. september 1968 og á því 52 ára afmæli í dag!!!! Guðlaug María er í Golfklúbbi Akureyrar. Hún sigraði m.a. á Arctic Open 2012 og var líka sigurvegari í 1. flokki kvenna. Hún hefir oftar en 1 sinni verið fyrirliði kvensveita GA. Komast má á facebook síðu Guðlaugar Maríu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Guðlaug María Óskarsdóttir (52 ára afmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dúfa Ólafsdóttir, 12. september 1945 (74 ára); Charles Henry „Chip” Beck, 12. september 1956 (64 ára); Salthúsið Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hank Kuehne ——– 11. september 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Henry August „Hank“ Kuehne. Kuehne fæddist í Dallas, Texas, 11. september 1975 og á því 45 ára afmæli í dag. Hann var í bandaríska háskólagolfinu í Oklahoma State, líkt og Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO. Systkini Hank eru líka kylfingar; systir hans Kelli spilaði á LPGA og bróðir hans Trip varð í 2. sæti á eftir Tiger í US Amateur og hefir alltaf verið áhugamaður. Hank er 1,88 m og 93 kg. Hank varð stigameistari á kanadíska PGA 2002. Hann spilaði síðar á PGA og er besti árangur hans þar tveir T-2 árangrar þ.e. á Shell Houston Open 2003 og John Deere Classic 2005. Besti árangur hans í risamóti Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Arnold Palmer —— 10. september 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Arnold Palmer. Palmer var fæddur 10. september 1929 en þessi golfgoðsögn hefði átt 91 árs afmæli í dag!!!! Palmer lék í bandaríska háskólagolfinu í sama háskóla og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, þ.e. Wake Forest. Hann sigraði 95 sinnum á ferli sínum, þar af 62 sinnum á PGA Tour og þar af 7 sinnum á risamótum. Eina risamótið sem Palmer tókst aldrei að sigra á var PGA Championship. Af mörgum heiðursviðurkenningum sem Arnie, eins og hann er oftast kallaður, hlaut á ferli sínum mætti geta PGA Tour Lifetime Achievement Award árið 1998 (þ.e. viðurkenningu PGA Tour fyrir ævistarf) og 1974 (fyrir 45 árum síðan) hlaut Arnie inngöngu í Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Grímur Þórisson og Signý Arnórsdóttir – 9. september 2020
Afmæliskylfingar dagsins eru Íslandsmeistari kvenna í höggleik 2015 Signý Arnórsdóttir og stórkylfingurinn Grímur Þórisson, GR og GÓ. Signý er fædd 9. september 1990 og því 30 ára stórafmæli í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og stigameistari GSÍ 2011, 2012,2013 þ.e. þrjú ár í röð. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Signýju Arnórsdóttur með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Signýjar til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Signý Arnórsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Grímur Þórisson er fæddur 9. september 1965 og á því 55 ára afmæli í dag!!! Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Grím Þórisson Lesa meira
PGA: DJ sigraði á Tour Championship
Það var Dustin Johnson (DJ) sem sigraði á lokamóti PGA mótaraðarinnar keppnistímabilið 2019-2020, Tour Championship 2020. Mótið fór fram 4.-7. september sl. að venju á East Lake, í Atlanta, Georgíu. Sigurskor DJ var 21 undir pari, 269 högg (67 70 64 68). Í 2. sæti voru Justin Thomas og Xander Schaufelle, báðir á samtals 18 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Tour Championship með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Catlin sigraði á Andalucia Masters
Það var bandaríski kylfingurinn John Catlin, sem stóð uppi sem sigurvegari á Estrella Damm Andalucia Masters mótinu, sem var mót vikunnar á Evróputúrnum. Mótið fór fram í Real Club Valderrama, Spáni, dagana 3.-6. september sl. Sigurskor Catlin var 2 yfir pari, 286 högg (69 70 72 75). Í 2. sæti varð Martin Kaymer, frá Þýskalandi, 1 höggi á eftir og 3. sætinu deildu 3 kylfingar, sem allir léku á samtals samtals 4 yfir pari, hver, en þetta voru þeir Wil Besseling frá Hollandi; Justin Hardner frá S-Afríku og Antoine Rozner frá Frakklandi. Sjá má lokastöðuna á Estrella Damm Andalucia Masters með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Rafn Gissurarson – 8. september 2020
Það er Þórður Rafn Gissurarson sem er afmæliskylfingur dagsins. Þórður Rafn er fæddur 8. september 1987 og á því 33 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR). Þórður Rafn Gissurarson – Innilega til hamingju með 33 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ólína Þorvarðardóttir, 8. september 1958 (62 ára); Margrét Elsa Sigurðardóttir, 8. september 1966 (54 ára); Ólafur William Hand, 8. september 1968 (52 árs); Cyna Rodriguez, frá Filippseyjum (spilaði á LPGA), 8. september 1991 (29 ára) ….. og …… Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Louise Suggs ——– 7. september 2020
„Golf er eins og ástarævintýri. Ef þú tekur það ekki alvarlega, þá er ekkert gaman að því, en ef þú gerir það þá mun hjarta þitt bresta. Forðist hjartabresti en daðrið við möguleikann,” er haft eftir einum helsta frumkvöðli LPGA-mótaraðarinnar, Louise Suggs. Það er Louise Suggs, sem er afmæliskylfingur dagsins. Mae Louise Suggs fæddist 7. september 1923 í Atlanta, Georgia og hefði því orðið 97 ára dag! Louise Suggs lést 7. ágúst 2015. Hún bjó á Delray Beach í Flórída. Bob Hope uppnefndi þessa 1,68 metra háu konu “Miss Sluggs”, sem er ekki sluggsari í beinni þýðingu á íslensku heldur eitthvað meira í áttina að sleggju, því Louise Suggs var Lesa meira
Áskorendamótaröð Evrópu: Besti árangur Guðmundar Ágústs!!!
Þrír íslenskir kylfingar tóku þátt í Northern Ireland Open supported by The R&A: GR-ingarnir Andri Þór Björnsson; Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús. Mótið fór fram í Galgorm Spa & Golf Resort, Ballymena, á Norður-Írlandi 3.-6. september 2020. Á mótinu náði Guðmundur Ágúst besta árangri sínum á Áskorendamótaröð Evrópu til þessa, stórglæsilegum T-5 árangri!!! Skor Guðmundar Ágústs var 5 undir pari, 271 högg (68 67 69 67) og fyrir glæstan árangur sinn hlaut hann sem svarar 1,5 milljón íslenskum krónum eða €9,000,00 Haraldur Franklín lauk keppni á sléttu pari, 280 höggum (73 70 70 67) – varð T-33 og fyrir þann árangur sinn hlaut hann €1,460.00 eða sem svarar u.þ.b. Lesa meira










