Halldór Sævar og Anna Eyrún klúbbmeistarar GHH 2020
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2020 | 18:00

GHH: Anna Eyrún og Halldór Sævar klúbbmeistarar 2020

Meistaramót Golfklúbbsins í Höfn í Hornafirði (GHH) fór fram dagana 14.-16. ágúst 2020 í brakandi blíðu.

Klúbbmeistarar GHH eru þau Anna Eyrún Halldórsdóttir og Halldór Sævar Birgisson.

Sjá má öll úrslit í meistaramóti GHH með því að SMELLA HÉR:

Sjá má helstu úrslit í meistaramóti GHH hér að neðan:

Kvennaflokkur:

Í kvennaflokki voru leiknar 18 holur og sigraði Anna Eyrún á 97 höggum, Inga Kristín á 104 höggum í öðru sæti og Þórgunnur í því þriðja eftir bráðabana við Laufey Ósk, en þær léku báðar á 112 höggum.

 

Meistaraflokkur karla:

Halldór Sævar Birgisson, 11 yfir pari, 221 högg (77 71 73)

2 Jón Guðni Sigurðsson, 30 yfir pari, 240 högg (89 75 76)

3 Halldór Steinar Kristjánsson, 32 yfir pari, 242 högg (85 77 80)

 

1. flokkur karla:

1 Finnur Ingi Jónsson, 35 yfir pari, 175 högg (91 84)

2 Sævar Knútur Hannesson, 46 yfir pari, 186 högg (95 91)

3 Haraldur Jónsson, 48 yfir pari, 188 högg (97 91)

 

2. flokkur karla:

Annar flokkur lék 18 holur og sigurvegari var Kristján á 96 höggum, í öðru sæti var Sindri á 100 höggum og í því þriðja Sæmundur á 110 höggum.