Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2020 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (35/2020)

Siggi kemur til sálfræðingsins síns: „Læknir, er ég manneskja eða dýr?“

„Manneskja, auðvitað, af hverju spyrðu?“

„Á hverjum degi eftir vinnu þýt ég eins og hundur á golfvöllinn, kjafta eins og páfagaukur við spilafélagana, þegar boltinn lendir í glompunni líður mér eins og naut í flagi, þá strita ég eins og asni undir flóðljósunum í æfingarbásunum. Þegar ég kem heim seint um að kvöldi spyr konan mín mig: „Hefur þú verið að vinna yfirvinnu aftur, vinnudýrið þitt?‘ „