Hulda Clara og Dagbjartur Íslandsmeistarar í holukeppni 2020 í fl. 17-18 ára
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2020 | 18:00

Hulda Clara og Dagbjartur úr leik á Opna breska áhugamannamótinu

Hulda Clara Gestdóttir og Dagbjartur Sigurbrandsson tóku þátt í Opna breska áhugamannamótinu (British Open Championship).

Mótið fór nú í ár fram á velli Royal Birkdale hjá piltum en stúlkurnar léku á velli nálægt Liverpool, West Lancashire golfvellinum, dagana 25.-30. ágúst 2020.

Keppnisfyrirkomulag er þannig að spilaður er einn hringur höggleikur og komast 64 efstu áfram í holukeppni.

Dagbjartur var ekki meðal efstu 64, varð T-69; lék á 6 yfir pari, 77 höggum og er úr leik.

Hulda Clara komst ekki upp úr 32 manna holukeppninni og er einnig úr leik.