Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Þorsteinsson – 2. september 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Hörður Þorsteinsson, fv framkvæmdastjóri GSÍ. Hörður er fæddur 2. september 1961. Hann er í Golfklúbbi Setbergs í Hafnarfirði. Hörður er viðskiptafræðingur, í sambúð með Ásdísi Helgadóttur og á 4 dætur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ. Mynd: Golf 1 Hörður Þorsteinsson (59 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Marian McDougall, f. 2. september 1913 – d. 14. maí 2009 (hefði átt 107 ára afmæli í dag; Bergsveinn Þórarinsson, GKG, 2. september 1957 (63 ára); Sigurður Jonsson, 2. september 1957 (63 ára); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Friðrik K. Jónsson – 1. september 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Friðrik K. Jónsson. Friðrik er fæddur 1. september 1970 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Friðrik er í GS. Hann er í sambúð með Elínu Björgu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Friðrik K. Jónsson  (Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Al Geilberger “Mr. 59”, 1. september 1937 (83 ára); Guðríður Vilbertsdóttir, 1. september 1954 (66 ára);  Ragnar Ólafsson, GR, landsliðseinvaldur, 1. september 1956 (64 ára); Manuel Piñero Sanchez, 1. september 1952 (68 ára); Ballettskóli Eddu Scheving, 1. september 1961 (59 ára) Elin Margrethe og Else Marie Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2020 | 20:00

LET: Ólafía Þórunn T-20 og Guðrún Brá T-57 í Tékklandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR tóku þátt í Tipsport Czech Open, dagana 28.-30. ágúst 2020. Spilað var í Golf Club Beroun, í Tékklandi. Þátttakendur voru 132. Ólafía Þórunn varð í 20. sæti; lék á samtals 5 undir pari, 211 höggum (67 74 70) og varð T-20. Guðrún Brá lék á samtals 3 yfir pari, 219 höggum (72 74 73) og varð T-57. Danska stúlkan Emily Kristine Pedersen sigraði – lék á samtals 17 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Tipsport Czech Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2020 | 18:00

PGA: Rahm sigraði BMW Championship

Jon Rahm sigraði á BMW Championship, sem fram fór á Olympia Fields í Illinois, dagana 27.-30. ágúst 2020 Jon Rahm og Dustin Johnson (DJ) voru jafnir eftir hefðbundar 72 holur, báðir á samtals 4 undir pari, 276 höggum. Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og hafði Rahm betur þegar á 1. holu, sigraði með fugli meðan DJ var á pari, en 18. braut Olympia Fields var spiluð aftur. Þeir Hideki Matsuyama og Joaquin Niemann deildu 3. sætinu á samtals 2 undir pari, hvor. Sjá má lokastöðuna á BMW Championship 2020 með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þröstur Kárason – 31. ágúst 2020

Það er Þröstur Kárason, GSS sem er afmæliskylfingur dagsins á Golf 1. Þröstur er fæddur 31. ágúst 1995 og á því 25 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Þresti til hamingju með afmælið hér að neðan: Þröstur Kárason  (25 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: The Hon. Michael Scott, 31. ágúst 1878 – 9. janúar 1959; Isao Aoki, 31. ágúst 1942 (78 ára); Elías Kristjánsson, GSG, 31. ágúst 1954 (66 ára); Ása Ólafsdóttir, 31. ágúst 1952 (58 ára); Snæbjörn Guðni Valtýsson, GS, 31. ágúst 1958 (62 árs); Ólafur Hafsteinsson, GR, 31. ágúst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2020 | 18:00

GV: Hallgrímur á 65

Haustmót nr. 1 á Golfklúbbi Vestmannaeyja, fór fram á Vestmannaeyjavelli 29. ágúst 2020. Þátttakendur voru 54; 43 karl- og 11 kvenkylfingar. Hallgrímur Júlíusson lék á glæsilegum 65 höggum og hlaut verðlaun fyrir besta skor án forgjafar. Mótið var annars punktamót og voru punktar Hallgríms 41 jafnt þeim sem var með flesta punkta, en Hallgrímur tók ekki verðlaun fyrir punkta. Helstu úrslit í punktakeppninni urðu annars þessi: 1 Eggert Stefánsson, 41 punktur 2 Björn Kristjánsson, GV, 40 punktar 3 Albert Sævarsson, GV, 40 punktar Sjá má öll úrslit úr 1. haustmóti GV með því að SMELLA HÉR:  Aðalmyndagluggi: Hallgrímur Júlíusson. Mynd: gvgolf Instagram.

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2020

Afmæliskylfingur dagsins er danski kylfingurinn Amanda Moltke-Leth. Amanda er fædd í Kaupmannahöfn 30. ágúst 1976 og á því 44 ára afmæli í dag. Foreldrar Amöndu voru diplómatar og var hún því á eilífu flandri um heiminn, þegar hún var yngri. Hún byrjaði ung að spila golf og hætti á LET eftir farsælan feril 2011, til þess að gerast lögreglukona. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Francisco Abreu, 30. ágúst 1943 (77 ára); Erling Svanberg Kristinsson, 30. ágúst 1951 (69 ára); Ingibjörg Snorradóttir, 30. ágúst 1951 (69 ára); Beth Bader, 30. ágúst 1973 (47 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2020 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (35/2020)

Maður nokkur er kominn á aldur og lætur af störfum. Hann fær sett af golfkylfum frá starfsfélögum sínum, sem segjast öfunda hann mjög er geta nú alfarið farið að spila golf. Maðurinn hefir aldrei spilað golf, en ákveður að prófa sportið og fara í golftíma. Hann fer á golfvöllinn með golfkennaranum sínum, þar sem tæknin er útskýrð fyrir honum. Golfkennarinn segir við manninn: „Sláðu nú boltanum í átt að fána fyrstu holunnar.“ Maðurinn slær og boltinn lendir nokkrum sentimetrum frá holunni. „Og hvað nú?“ spyr maðurinn hinn undrandi golfkennara. Þegar golfkennarinn fær  loksins málið aftur eftir unrunina segir hann við nemanda sinn: „ Tja … nú verðurðu að setja boltann í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2020 | 18:00

Unglingamótaröðin 2020: Stigameistarar

Nú liggur fyrir hverjir urðu stigameistarar á unglingamótaröð GSÍ árið 2020 í keppnisflokkunum 8. Alls voru 5 mót á mótaröðinni 2020. Stigameistarar GSÍ 2020 á unglingamótaröðinni eru eftirfarandi: 1. Stelpur 14 ára og yngri: Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, er stigameistari í flokki 14 ára og yngri í stúlknaflokki á Unglingamótaröð GSÍ 2020. Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS, varð önnur og Helga Signý Pálsdóttir, GR, þriðja. Perla Sól tók þátt á öllum fimm mótum tímabilsins og sigraði hún á öllum þeirra. Hún er því tvöfaldur Íslandsmeistari og er þetta þriðja árið í röð sem hin 13 ára gamla Perla Sól verður stigameistari og Íslandsmeistari í golfi 14 ára og yngri.  Stórglæsilegt hjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Michael Jackson – 29. ágúst 2020

Hver hefði trúað því að popgoðsögnin Michael Jackson (oft kallaður konungur popsins) kynni eitthvað fyrir sér í golfi? Svo er að sjá a.m.k. ef eitthvað er að marka meðfylgjandi myndskeið SMELLIÐ HÉR: Eins var Jackson alltaf í golfhönskum, sem settir voru semalíusteinum og hefir sá dýrasti sem stjarnan hélt mikið upp á selst fyrir litlar $350,000 (u.þ.b 35 milljónir íslenskra króna) – Já jafnvel golfhanskar geta orðið verðmætir með tímanum!!! Það er Michael Jackson sem er afmæliskylfingur dagsins hér á Golf 1, en hann hefði orðið 60 ára í dag hefði hann lifað. Michael Joseph Jackson var fæddur 29. ágúst 1958 og dó s.s. flestir aðdáendur hans vita 25. júní Lesa meira