Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2020 | 20:00

Rory orðinn pabbi!

Rory McIlroy er orðinn pabbi og tilkynnti um fæðingu dóttur sinnar, sem hlotið hefir nafnið Poppy Kennedy McIlroy, á samfélagsmiðlum.

Þar sagði hann m.a.:

Poppy Kennedy McIlroy fæddist 31. ágúst kl. 12:15 pm.“

Hún er ást lífs okkar. Móður og barni heilsast vel. Kærar þakkir til alls starfsfólks Jupiter Medical Center og Dr Sasha Melendy fyrir ótrúlega umhyggju þeirra.“

Rory og Erica Stoll orðnir foreldrar lítillar stúlku sem hlotið hefir nafnið Poppy Kennedy McIlroy. 

Littla Poppy Kennedy kom í heiminn á mánudaginn eftir BMW Championhip og var Rory áður búinn að gefa út að ef hún fæddist fyrir Tour Championship myndi hann ekki taka þátt í mótinu.

Hann sagði m.a. um þátttöku sína í Tour Championship í ár: „Ég á eftir að spila í mörgum Tour Championship en fæðing fyrsta barnsins er aðeins einu sinni. Það trompar allt annað.

Forsíðumynd: Mynd sem Rory birti á Instagram @rorymcilroy.