Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnhildur Þórarinsdóttir – 11. janúar 2021

Hrafnhildur Þórarinsdóttir er afmæliskylfingur Golf 1 í dag. Hún er fædd 11. janúar 1945 og á því 76 ára merkisafmæli í dag. Hrafnhildur Þórarinsdóttir – Innilega til hamingju með 76 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Frederick Guthrie Tait, f. 11. janúar 1870 – d. 7. febrúar 1900);  Kolbrún Þormóðsdóttir, GK, 11. janúar 1952 (69 ára); Ben Daníel Crenshaw,11. janúar 1952 (69 ára); Steindór Karvelsson, 11. janúar 1958 (63 ára); Vilhjálmur V Matthíasson, 11. janúar 1963 (58 ára); Fiona Puyo, (spænsk – spilar á LET Access), 11. janúar 1987 (34 ára); Unnur Birna Björnsdóttir, 11. janúar 1987 (34 ára); Kristján Þór Einarsson, GM, 11. janúar 1988 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2021 | 11:00

Hver er kylfingurinn: Harris English?

Bandaríski kylfingurinn Harris English sigraði í gær á Sentry Tournament of Champions á Hawaii. Hann er í miklu uppáhaldi hjá sumum íslenskum kylfingum, aðrir virðast varla kannast við hann. Engu að síður hefir English sigraði þrívegis á PGA Tour; þó fyrstu tveir sigrarnir hafi komið fyrir rúmum 7 árum þ.e. á St. Jude Classic, 9. júní 2013 og OHL Classic í Mayakoba, 17. nóvember 2013. Eins sigraði English á QBE Shootout ásamt Matt Kuchar í sl. mánuði og virðist English því vera í dúndurstuði!!! Harris fæddist 23. júlí 1989 í Valdosta, Georgia, í Bandaríkjunum og er því 31 árs. Harris var í Baylor menntaskólanum  (2003-2007) í Chattanooga, Tennessee, þar sem hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2021 | 10:00

PGA Championship risamótið mun ekki fara fram á Trump velli 2022 eins og áformað

Forsvarsmenn PGA of America tilkynntu í gær að PGA Championship risamótið muni ekki fara fram á Trump Bedminster vellinum árið 2022, eins og áformað var. Nokkuð ljóst virðist að ákvörðun þessi tekin í ljósi atburða sl. viku þegar óaldaskríll réðist að þinghúsi Bandaríkjanna að áeggjan Trump, með þeirri afleiðingu að 5 manns dóu.  Allt vegna lygi Trump um að svindlað hefði verið í forsetakosningunum, sem hann hefði í raun réttri unnið. Verið væri að „stela“ kosningunum af aumingja Trump. Skiptir þetta nokkru máli? Já, það skiptir PGA máli hvaða álit fólk hefir á samtökunum, ekki aðeins nú heldur einnig 2022 og í framtíðinni. Það sem PGA of America er að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2021 | 02:00

PGA: English sigraði á Sentry TOC 2021

Fyrsta mót ársins á PGA Tour, Sentry Tournament of Champions (skammst. TOC) lauk nú  í nótt. Mótið fór að venju fram á Plantation vellinum, á Kapalua, Hawaii, dagana 7.-10. janúar 2021. Tveir voru efstir og jafnir eftir 72 holur þeir Joaquin Niemann frá Chile og bandaríski kylfingurinn Harris English, en báðir léku þeir á 25 undir pari, 269 höggum. Lokahringur Niemann var sérlega glæsilegur en hann lék Plantation á 9 undir pari, 64 höggum – skilaði „hreinu“ skorkorti með 9 fuglum og 9 pörum!!! Glæsilegt Bráðabana þurfti til að skera úr um úrslitin og var par-5 18. hola Kapalua spiluð aftur. Þar hafði Harris Englis betur – vann með fugli og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2021 | 23:59

Rachel Uchitel um ástarsamband sitt við Tiger Woods: „Það gerði líf mitt að lifandi helvíti“

Það er Tiger Woods. Mér er sama um konu hans! Við erum ástfangin,“ var haft eftir Rachel Uchitel í yfirlýsingu, sem National Enquirer birti í nóvember 2009. Greinin markaði upphafið að einhverju versta tímabili á ferli stjörnukylfingsins Tiger, eins þekktasta íþróttamanns heims. Hápunkti náði fárið þegar sænska fyrirsætan Elín Nordegren sótti um skilnað frá Tiger 2010. Tiger átti um 120 ástkonur og var Rachel ein þeirra. Rachel Uchitel og Tiger Woods hittust á næturklúbbi í New York, þ.e. Griffin í Meatpacking District, sem nú er liðinn undir lok. Rachel sagðist hafa starfað sem forstöðukona VIP þjónustu. Í síðari viðtölum lagði hún oft áherslu á það að það hefði verið á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2021 | 21:00

Justin Thomas baðst afsökunar

Bandaríski kylfingurinn, Justin Thomas, baðst í dag afsökunar í viðtali á Golf Channel vegna óviðurkvæmilegs orðs um homma, sem hann lét falla á Sentry TOC. „Það er bara ekki hægt að afsaka þetta. Ég er fullorðinn.  Það er nákvæmlega engin ástæða fyrir mig að segja neitt slíkt. Þetta er hræðilegt. Þetta er mjög vandræðalegt fyrir mig. Það er ekki sá sem ég er. Þetta er ekki sú  manneskja sem ég er. En því miður sagði ég þetta; ég verð að gangast við því og ég biðst afsökunar.“ „Eins og ég sagði, er þetta óafsakanlegt. Mig skortir orð. Þetta er slæmt. Það er engin önnur leið til að orða það. Ég verð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2021 | 15:30

Afmæliskylfingar dagsins: Andrea Ásgrímsdóttir og Ian Poulter – 10. janúar 2021

Það eru Andrea Ásgrímsdóttir, golfkennari og „kraftaverkamaðurinn í Medinah“ Englendingurinn Ian Poulter, sem eru afmæliskylfingar dagsins. Andrea er fædd 10. janúar 1974 og á því 47 ára afmæli í dag!!! Andrea er m.a. klúbbmeistari kvenna í Golfklúbbnum Oddi fjögur ár í röð 2012, 2013, 2014 og 2015. Andrea og Rögnvaldur klúbbmeistarar GO 2013 og 2015. Mynd: Helga Björnsdóttir Eitt fyrsta viðtalið sem birtist hér á Golf 1 var tekið við Andreu og má sjá það með því að SMELLA HÉR: Andrea er framkvæmdastjóri Golfklúbbs Suðurnesja (GS). Komast má á facebook síðu Andreu hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með daginn!!! Andrea Asgrimsdottir (47 ára – Innilega Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2021 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (2/2021)

Þrír stuttir á ensku: 1 What is a golfer’s worst nightmare? The Bogeyman. 2 Where can you find a golfer on a Saturday night? Clubbing. 44. What is a golfer’s favorite dance move? The Bogey.  

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2021 | 18:00

Bjarki Pétursson íþróttamaður Borgarfjarðar 2020

Kylfingurinn Bjarki Pétursson var fyrir skemmstu valinn íþróttamaður Borgarfjarðar 2020. Þetta er í 6. sinn sem Bjarki hlotnast þessi heiður. Hann er vel að titlinum kominn, þar sem hann varð m.a. Íslandsmeistari í höggleik 2020, á stórglæsilegu mótsmeti, lægsta skori á Íslandsmóti frá upphafi og varð jafnframt Íslandsmeistari golfklúbba með GKG. Litlu munaði að hann kæmist á Evrópumótaröð karla, eina bestu mótaröð heims og er það enn á stefnuskránni hjá honum. Golf 1 óskar Bjarka til hamingju með heiðurinn að vera enn á ný kjörinn Íþróttamaður Borgarfjarðar!!! Sjá má þegar Bjarki hlaut titilinn „Íþróttamaður Borgarfjarðar 2020″ og viðtal við hann hér að neðan, sem hefst á 8:34. Aðalmyndagluggi: Bjarki Pétursson. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Einar G. Gunnarsson og Sergio Garcia – 9. janúar 2021

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Einar Guðberg Gunnarsson og Sergio Garcia. Einar Guðberg Gunnarsson er fæddur 9. janúar 1949 og á því 72 ára afmæli í dag. Hann er kvæntur Guðnýju Sigurðardóttur. Komast má á facebook síðu Einars Guðberg til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Einar Guðberg – Innilega til hamingju með 72 ára afmælið!!! Hinn afmæliskylfingurinn er spænski kylfingurinn Sergio Garcia Fernández. Sergio er fæddur í Borriol, á Castellón, á Spáni, 9. janúar 1980 og á því 41 árs afmæli í dag. Hann var í fréttum fyrir 7 árum síðan 2013, þegar hann lét Tiger fara í taugarnar á sér og lét falla nokkur Lesa meira