Bjarki Pétursson, GB. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2021 | 18:00

Bjarki Pétursson íþróttamaður Borgarfjarðar 2020

Kylfingurinn Bjarki Pétursson var fyrir skemmstu valinn íþróttamaður Borgarfjarðar 2020.

Þetta er í 6. sinn sem Bjarki hlotnast þessi heiður.

Hann er vel að titlinum kominn, þar sem hann varð m.a. Íslandsmeistari í höggleik 2020, á stórglæsilegu mótsmeti, lægsta skori á Íslandsmóti frá upphafi og varð jafnframt Íslandsmeistari golfklúbba með GKG.

Litlu munaði að hann kæmist á Evrópumótaröð karla, eina bestu mótaröð heims og er það enn á stefnuskránni hjá honum.

Golf 1 óskar Bjarka til hamingju með heiðurinn að vera enn á ný kjörinn Íþróttamaður Borgarfjarðar!!!

Sjá má þegar Bjarki hlaut titilinn „Íþróttamaður Borgarfjarðar 2020″ og viðtal við hann hér að neðan, sem hefst á 8:34.

Aðalmyndagluggi: Bjarki Pétursson. Mynd: Golf 1.