
Justin Thomas baðst afsökunar
Bandaríski kylfingurinn, Justin Thomas, baðst í dag afsökunar í viðtali á Golf Channel vegna óviðurkvæmilegs orðs um homma, sem hann lét falla á Sentry TOC.
„Það er bara ekki hægt að afsaka þetta. Ég er fullorðinn. Það er nákvæmlega engin ástæða fyrir mig að segja neitt slíkt. Þetta er hræðilegt. Þetta er mjög vandræðalegt fyrir mig. Það er ekki sá sem ég er. Þetta er ekki sú manneskja sem ég er. En því miður sagði ég þetta; ég verð að gangast við því og ég biðst afsökunar.“
„Eins og ég sagði, er þetta óafsakanlegt. Mig skortir orð. Þetta er slæmt. Það er engin önnur leið til að orða það. Ég verð að gera betur. Ég þarf að verða betri. Þetta er lærdómsríkt. Ég bið allt og alla sem ég móðgaði innilega afsökunar. Ég móðgaði, en ég skal verða betri vegna þess. “
Kevin Dotson og John Sinnott hjá CNN bentu á að Thomas hefði viðhaft móðgandi ummælin eftir að hann missti af par pútti.
„Eins og hann sagði eftir hring sinn erum við sammála um að ummæli Justin hafi verið óviðunandi,“ sagði PGA Tour í yfirlýsing, sendri Golf Digest.
Justin Thomas er í topp baráttunni á Sentry – fyrsta móti ársins á PGA Tour.
- janúar. 24. 2021 | 17:00 Levy vann geggjaðan BMW með flottum ás!
- janúar. 24. 2021 | 16:30 Evróputúrinn: Tyrrell Hatton sigraði á Abu Dhabi HSBC mótinu!
- janúar. 24. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingvar Jónsson – 24. janúar 2021
- janúar. 24. 2021 | 08:00 PGA Tour Champions: Darren Clarke sigraði á Hawaii!
- janúar. 23. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2021)
- janúar. 23. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 12:00 Cheyenne Woods í kaddýstörfum fyrir kærastann
- janúar. 22. 2021 | 11:58 Brooke Henderson endurnýjar samning við PING
- janúar. 22. 2021 | 10:00 PGA: Hagy sem kom í stað Jon Rahm leiðir e. 1. dag American Express
- janúar. 22. 2021 | 08:00 LPGA: Kang í forystu e. 1. dag Diamond Resorts TOC
- janúar. 21. 2021 | 19:30 Evróputúrinn: Rory efstur e. 1. dag í Abu Dhabi
- janúar. 21. 2021 | 18:00 Tiger ekkert of hrifinn af nýrri heimildarmynd um sig
- janúar. 21. 2021 | 15:49 Afmæliskylfingur dagsins: Davíð og Jónas Guðmundssynir og Rósa Ólafsdóttir – 21. janúar 2021
- janúar. 21. 2021 | 10:00 Orð Justin Thomas eftir að Ralph Lauren rifti styrktarsamningi við hann