Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Einar G. Gunnarsson og Sergio Garcia – 9. janúar 2021

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Einar Guðberg Gunnarsson og Sergio Garcia.

Einar Guðberg Gunnarsson er fæddur 9. janúar 1949 og á því 72 ára afmæli í dag. Hann er kvæntur Guðnýju Sigurðardóttur. Komast má á facebook síðu Einars Guðberg til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan

Einar Guðberg – Innilega til hamingju með 72 ára afmælið!!!

Hinn afmæliskylfingurinn er spænski kylfingurinn Sergio Garcia Fernández. Sergio er fæddur í Borriol, á Castellón, á Spáni, 9. janúar 1980 og á því 41 árs afmæli í dag.

Hann var í fréttum fyrir 7 árum síðan 2013, þegar hann lét Tiger fara í taugarnar á sér og lét falla nokkur vel valin orð um kjúklingaætuna, orð sem túlkuð voru sem kynþáttaníð.

Öllu skemmtilegri var fréttin um Garcia þegar hann sigraði á Thaíland Golf Open með kærustu sína, austurrísku leikkonuna Katharinu Boehm á pokanum fyrir 7 árum síðan. Það er gamalt samband því fyrir þremur, 2017, kvæntist hann núverandi eiginkonu sinni Angelu Akins og eignuðust þau hjónakornin sitt fyrsta barn Azaleu Garcia, þann 14. mars 2018.

Fyrir u.þ.b. 5 árum síðan voru fréttir að Sergio spilaði gjarnan knattspyrnu með heimaliði sínu í Borriol, lið sem hann styrkir mjög fjárhagslega. Reyndar heldur Garcia heimili á 3 stöðum í heiminum: Borriol, Crans-Montana í Sviss og í Orlandó, Flórída.

Sergio Garcia gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 21 ári síðan, 1999. Síðan þá hefir hann sigrað í 35 mótum víðsvegar í heiminum, þ.á.m. 10 sinnum á PGA Tour og 16 sinnum á Evrópumótaröðinni. Í janúar fyrir 6 árum, 2014 vann Garcia í Commercial Bank Qatar Masters þegar hann hafði betur gegn Mikko Ilonen frá Finnlandi í bráðabana. Eins stóð Garcia sig vel í Opna breska risamótinu 2014, varð T-2 þ.e. deildi 2. sætinu með öðrum 2 höggum á eftir sigurvegaranum Rory McIlroy. Með þessum glæsiárangri komst Garcia aftur á topp-10 á heimslistanum. Í dag, í ársbyrjun 2019 er Garcia í 26. sæti heimslistans. . Besta árangri sínum í risamóti náði Garcia þó á árinu 2017 þegar hann sigraði loks í risamóti og það Masters mótinu sjálfu. Það kom engum á óvart að Garcia skyldi hafa verið valinn kylfingur ársins 2017.

Á sl. ári 2019 komst Garcia í fréttir fyrir geðluðruköst og var m.a. vikið úr móti í Sádí-Arabíu. Hann hefir þó lofað bót og betrun og fær að taka þátt í mótinu aftur í ár, 2020, þó gegn því að hann fái enga þóknun fyrir að mæta.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kristín Finnbogadóttir, 9. janúar 1957 (64 árs); Sallý Dáleiðsla 9. janúar 1957 (64 ára); Teitur Örlygsson, 9. janúar 1967 (54 ára); Alejandro Cañizares, 9. janúar 1983 (38 ára); Tiffany Tavee, 9. janúar 1985 (36 ára) ….. og …… Birkir Már Birgisson; Salvör Kristín Héðinsdóttir; Júlíus Fjeldsted og Fiskbúðin Mos

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is