
Hver er kylfingurinn: Harris English?
Bandaríski kylfingurinn Harris English sigraði í gær á Sentry Tournament of Champions á Hawaii.
Hann er í miklu uppáhaldi hjá sumum íslenskum kylfingum, aðrir virðast varla kannast við hann.
Engu að síður hefir English sigraði þrívegis á PGA Tour; þó fyrstu tveir sigrarnir hafi komið fyrir rúmum 7 árum þ.e. á St. Jude Classic, 9. júní 2013 og OHL Classic í Mayakoba, 17. nóvember 2013.
Eins sigraði English á QBE Shootout ásamt Matt Kuchar í sl. mánuði og virðist English því vera í dúndurstuði!!!
Harris fæddist 23. júlí 1989 í Valdosta, Georgia, í Bandaríkjunum og er því 31 árs.
Harris var í Baylor menntaskólanum (2003-2007) í Chattanooga, Tennessee, þar sem hann var í forystu að leiða skólalið sitt til titils ríkismeistara öll 4 ár sín þar í golfi. Hann vann einnig einstaklingskeppnina á menntaskólaárum sínum. Hann var meðal bestu nemenda skólans og á heiðurslista (ens.: honor roll) öll 4 ár sín þar.
Harris útskrifaðist 2011 frá Georgíu háskóla með gráðu í hagfræði. Þessi strákur sem í dag býr á Sea Island í Georgíu gerðist atvinnumaður útskriftarár sitt, 2011 og fór í Q-school PGA og komst inn í fyrstu tilraun.
Hér má finna ýmsa fróðleiksmola um Harris:
Hann er með hávaxnari kylfingum á PGA Tour, 1,9 m.
Hann ferðast aldrei án iPodsins síns. Harris er veiðimaður. Fyrsti bíllinn hans var Chevy Tahoe. Harris er stuðningsmaður Atlanta Falcons. Uppáhaldssjónvarpsþáttur hans er „Saved by the Bell,“ og uppáhaldskvikmynd hans er „The Departed.“ Uppáhaldsbókin er One Bullet Away.
Uppáhaldsmatur Harris English eru rófur. Uppáhaldborgir sem hann verðast til eru Chicago og Boston en uppáhaldsfrístaður hans er heimavöllurinn í Sea Island, Georgíu, og the Highlands í Norður-Karólínu.
Honum finnst gaman að fylgjast með „Jeopardy“ í bandarísku sjónvarpi.
Meðal þess sem hann myndi langa til að prófa er fallhlífarstökk, að fljúga F-16 herþotu og keyra um í NASCAR bíl.
Hann og kaddýinn hans hafa komið sér upp skemmtilegum orðasamskiptum sbr. þegar Harris biður kaddýinn sinn um 47° pitching wedge biður hann um „Michael Irvin“ vegna þess að það var númerið á peysunni sem Irvin klæddist þegar hann spilaði fyrir University of Miami.“
Hann notar alltaf 25 cent sem boltamerki frá árinu 1989 til þess að heiðra fæðingarár sitt. Í Q-school voru 25 cent-in frá árinu 1995, en það er árið sem kaddýinn hans útskrifaðist úr menntaskóla (ens. high school).
Uppáhaldkylfingar Harris English eru Davis Love III og Fred Couples.
Árið 2017 kvæntist English Helen Marie Bowers, en sjá má hana í aðalmyndaglugga að fagna sigri með eiginmanni sínum á Hawaii.
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster
- janúar. 26. 2021 | 06:00 Þjálfarinn Claude Harmon III segir aðskilnaðinn við fv. nemanda sinn Brooks Koepka „hrikalegan“
- janúar. 25. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2020
- janúar. 25. 2021 | 05:00 Hvað var í sigurpoka Kim?
- janúar. 25. 2021 | 04:55 PGA: Si Woo Kim sigraði á American Express
- janúar. 24. 2021 | 23:59 LPGA: Jessica Korda sigraði á Diamond Resorts TOC!
- janúar. 24. 2021 | 17:00 Levy vann geggjaðan BMW með flottum ás!
- janúar. 24. 2021 | 16:30 Evróputúrinn: Tyrrell Hatton sigraði á Abu Dhabi HSBC mótinu!
- janúar. 24. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingvar Jónsson – 24. janúar 2021
- janúar. 24. 2021 | 08:00 PGA Tour Champions: Darren Clarke sigraði á Hawaii!
- janúar. 23. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2021)
- janúar. 23. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 12:00 Cheyenne Woods í kaddýstörfum fyrir kærastann
- janúar. 22. 2021 | 11:58 Brooke Henderson endurnýjar samning við PING