PGA: Áhorfendum fækkað á Phoenix Open og grímuskylda!
Af öllum mótum PGA Tour fjölmenna áhangendur einna mest á The Waste Management Phoenix Open. Met var sett árið 2018 þegar 719.179 áhorfendur voru á mótinu. Í ár fer mótið fram 4.-7. febrúar, að venju á TPC Scottsdale. Tilkynnt var í dag að ekki yrði leyft að áhorfendur mótsins yrðu fleiri en 5000, vegna aukins fjölda COVID-19 tilvika í Arizona. Allir áhorfendur verða jafnframt skyldaðir til að vera með grímu. Í byrjun dags í dag, voru 641.729 tilvik COVID-19 í Arizona og 10.673 dauðsföll vegna COVID veirunnar. Tilvikum fjölgar auk þess stöðugt. Margir af bestu kylfingum heims hafa þrátt fyrir þetta þegar staðfest að þeir muni spila í Phoenix Open Lesa meira
Áskorendamótaröð Evrópu: Mótum í S-Afríku frestað
Áskorendamótaröð Evrópu og suður-afríski Sólskinstúrinn staðfestu sameiginlega í dag að mótum sem mótaraðirnar standa sameiginlega að í S-Afríku verði frestað vegna Covid. Mótin 3 áttu að fara fram í febrúar en hefir nú verið frestað til apríl-maí. Þetta er sameiginleg niðurstaða læknateymis beggja mótaraða. Fyrsta mótið í S-Afríku mun fara fram 22.-25. apríl. Síðan fer fram the Cape Town Open í Royal Cape Golf Club og fer það fram 29. april – 2. maí. Loks mun the Dimension Data Pro-Am í Fancourt Golf Estate fara fram 6.-9. maí. Skv. yfirmönnum Áskorendamótaraðarinnar, Jamie Hodges og framkvæmdastjóra Sólskinsmótaraðarinnar, Thomas Abt er ákvöðrðunin tekin með heilbrigði og velferð allra leikmanna og starfsmanna mótaraðanna að Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Frímann Þórunnarson – 13. janúar 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Guðjón Frímann Þórunnarson. Guðjón Frímann er fæddur 13. janúar 1981 og því 30 ára stórafmæli í dag. Guðjón Frímann Þórunnarson – Innilega til hamingju með 30 ára afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mark O´Meara, 13. janúar 1957 (64 ára); Birgir Albertsson Sanders, GS, 13. janúar 1967 (54 ára); Jóhann P. Kristbjörnsson, 13. janúar 1969 (52 ára); Gyða Björk Ágústsdóttir, 13. janúar 1978 (43 ára); Baldur Ólafsson, 13. janúar 1979 (42 ára); Guðjón Frímann Þórunnarson, 13. janúar 1981 (40 ára); Rachel Bell, 13. janúar 1982 (39 ára); Rachel Drummond, 13. janúar 1990 (31 árs); Hákon Örn Magnússon, GR, 13. janúar 1998 (23 ára); Nasa Lesa meira
Evróputúrinn: Boðskortin á Sádí International
Sádí International mótið er 3. mótið á mótaskrá Evróputúrsins og fer fram í Royal Greens G &CC í King Abdullah Economic borg í Sádí Arabíu dagana 4.-7. febrúar n.k. Tilkynnt hefir verið hverjir hljóta boðskort til að taka þátt í boði mótshaldara. Þar ber fyrstan að nefna Othman Almulla frá Sádí Arabíu. Hann skráði sig í golfsögubækurnar árið 2019 þegar hann varð fyrsti kylfingurinn frá Sádí Arabíu til þess að gerast atvinnukylfingur og keppa alþjóðlega og þetta er 3. boðið sem hann fær frá Golf Sádí. Saud Al Sharif er annar kylfingurinn frá Sádí-Arabíu sem mun keppa í mótinu, en hann tryggði boðskortið sitt vegna þess að hann er leiðandi áhugamannakylfingur í Lesa meira
Sonur Gary Player hvetur föður sinn til að skila Trump frelsisorðunni
Sonur golfgoðsagnarinnar Marc, hefir þrábeðið föður sinn um að skila aftur frelsisorðunni, sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti veitti Player í sl. viku. 9-faldur risamótssigurvegarinn Gary Player ásamt fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Annika Sörenstam voru heiðruð af glæpamanninum Trump. Þetta var að öllum líkindum eitt síðasta embættisverk hans. Marc Player hefir komið fram í samfélagsmiðlum og beðið 85 ára gamlan föður sinn um að skila viðurkenningunni, sbr.: „Ég vildi bara virkilega að pabbi myndi neita viðtöku á þessari „viðurkenningu“ á þessum tíma, frá þessum manni.“ sagði Marc Player á Twitter. „Þetta er það sem ég vildi að pabbi @garyplayer myndi gera og ég hvet hann eindregið til enn.“ Player hefir m.a. sigrað Lesa meira
Vegas með Covid
Jhonattan Vegas hefir greinst jákvæður fyrir Covid-19 og hefir dregið sig úr móti vikunnar á PGA Tour, sem er Sony Open á Hawaii – Sjá má tvít Vegas og tilkynningu hans á samfélagsmiðlum (að vísu á spænsku) um að hann sé með Covid með því að SMELLA HÉR: Jhonattan fæddist í Maturín, Venezuela 19. ágúst 1984 og er því 36 ára í dag. Hann spilaði með golfliði University of Texas, gerðist atvinnumaður í golfi 2008 og fór að spila á Nationwide Tour 2009. Hann á einn sigur í beltinu á Nationwide Tour (sem nú heitir Web.com Tour) þ.e. á Preferred Health Systems Wichita Open og eins sigraði hann í móti Lesa meira
Paige Spiranac svarar fyrir sig
Kylfingurinn Paige Spiranac er með næstum 3 milljónir sem fylgja henni á Instagram og hún fær þúsundir skilaboða á hverjum degi, sum eru falleg skilaboð sem skjalla hana, önnur algjör andstæða. Paige hefir jafnvel fengið morðhótanir. Sl. helgi fór fram fyrsta PGA Tour mót þessa árs, þar sem Harris English hafði betur gegn Joaquin Niemann frá Chile í bráðabana. Ein af þeim, sem fylgdist með mótinu heima í stofu var Paige. Hún skrifaði á Instagram að sýna ætti mótið á barnastöðinni Nickelodeon. Hún fékk dónaleg skilaboð tilbaka þar sem sagði að „ef hún væri að spila í mótinu ætti útsendingin að vera á Pornhub (klámstöð).“ Paige svarar yfirleitt ekki dónaskilaboðum Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Davíð Viðarsson, Harold Horsefall Hilton og Sigríður Jóhannsdóttir – 12. janúar 2021
Afmæliskylfingar dagsins eru þrír: Davíð Viðarsson, Sigríður Jóhannsdóttir og Harold heitni Horsefall Hilton, en hann fæddist í dag, fyrir 152 árum, 1869 og dó 5. mars 1942. Hann varð 2. áhugamaðurinn til þess að sigra Opna breska. Golf 1 var stuttu eftir að golfvefurinn fór í loftið með greinaröð um kylfinga 19. aldar. Hér má rifja upp greinina um afmæliskylfinginn: HAROLD HORSEFALL HILTON Harold Horsefall Hilton Davíð Viðarsson er fæddur 12. janúar 1979 og á því 42 ára afmæli í dag. Betri helmingur Davíðs er Theódóra Friðbjörnsdóttir. Komast má á facebook síðu Davíðs til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan Davíð Viðarsson – Innilega til Lesa meira
Evróputúrinn: Mótaskráin 2021
Mótaskrá Evrópumótaraðarinnar árið 2021 mun innihalda að lágmarki 42 mót í 24 löndum og Dubai Duty Free Irish Open mun sjá stóraukið verðlaunafé. Á mótaskrá Evrópumótaraðarinnar, sem stendur yfir frá janúar til nóvember 2021, eru 18 mót sem snúa aftur og var annað hvort frestað eða aflýst árið 2020, vegna Covid-19. Rolex serían (ens.: The Rolex Series) 2021 býður upp á fjögur aðalmót Evrópumótaraðarinnar sem eru dreifð á lykildaga í golfdagatalinu og með auknu verðlaunafé og stigum á stigalista Evrópumótarðarinnar. Abu Dhabi HSBC meistaramótið (21. – 24. janúar), Aberdeen Standard Investments Scottish Open (8. – 11. júlí) og BMW PGA meistaramótið (9. – 12. september) verða nú með verðlaunafé upp Lesa meira
Hvaða óviðurkvæmilega orð um homma nákvæmlega notaði Justin Thomas?
Þann 9. janúar sl. á 3. hring Sentry Tournament of Champions viðhafði bandaríski kylfingurinn Justin Thomas óviðurkvæmilegt skammaryrði um homma. Upp komst um atvikið vegna þess að hljóðnemar eru orðnir svo sterkir að þeir námu nákvæmlega það sem Justin Thomas sagði þegar hann missti 5 feta pútt fyrir pari og fékk skolla. Þarna var Thomas sem sagt að ergja sig yfir að hafa misst par-púttið, en var ekki að kalla einhvern gagnkynhneigðan, homma í háðungarskyni (í þessu tilviki sjálfan sig?); skammast í einhverjum homma eða gera lítið úr hommum yfir höfuð. Það sem hann sagði nákvæmlega var „faggot“, sem er ekki fallegt að segja á ensku, sé rætt um samkynhneigða. Lesa meira










