Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2021 | 18:00

PGA: Áhorfendum fækkað á Phoenix Open og grímuskylda!

Af öllum mótum PGA Tour fjölmenna áhangendur einna mest á The Waste Management Phoenix Open.

Met var sett árið 2018 þegar 719.179 áhorfendur voru á mótinu. 

Í ár fer mótið fram 4.-7. febrúar, að venju á TPC Scottsdale.

Tilkynnt var í dag að ekki yrði leyft að áhorfendur mótsins yrðu fleiri en 5000, vegna aukins fjölda COVID-19 tilvika í Arizona.

Allir áhorfendur verða jafnframt skyldaðir til að vera með grímu.

Í byrjun dags í dag, voru 641.729 tilvik COVID-19 í Arizona og 10.673 dauðsföll vegna COVID veirunnar. Tilvikum fjölgar auk þess stöðugt.

Margir af bestu kylfingum heims hafa þrátt fyrir þetta þegar staðfest að þeir muni spila í Phoenix Open m.a.: Brooks Koepka, Rickie Fowler, Matt Kuchar, Jon Rahm, Matthew Wolff og sá sem á titil að verja Webb Simpson.