Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2021 | 08:00

Hvaða óviðurkvæmilega orð um homma nákvæmlega notaði Justin Thomas?

Þann 9. janúar sl. á 3. hring Sentry Tournament of Champions viðhafði bandaríski kylfingurinn Justin Thomas óviðurkvæmilegt skammaryrði um homma.

Upp komst um atvikið vegna þess að hljóðnemar eru orðnir svo sterkir að þeir námu nákvæmlega það sem Justin Thomas sagði þegar hann missti 5 feta pútt fyrir pari og fékk skolla.

Þarna var Thomas sem sagt að ergja sig yfir að hafa misst par-púttið, en var ekki að kalla einhvern gagnkynhneigðan, homma í háðungarskyni (í þessu tilviki sjálfan sig?); skammast í einhverjum homma eða gera lítið úr hommum yfir höfuð.

Það sem hann sagði nákvæmlega var „faggot“, sem er ekki fallegt að segja á ensku, sé rætt um samkynhneigða.  Algengara er samt að nota styttingu orðsins „fag“ ætli viðkomandi að segja eitthvað miður fallegt um homma.

Líta verður á samhengið, sem Justin Thomas sagði „faggot“ – líklegast hefir hann bara ætlaði bara að segja eitthvað ljótt í ergelsi sínu – hefði alveg eins getað bölvað og ragnað á ensku og notað heila skæðadrífu af öðrum orðum.

Líklega er þetta ekkert djúphugsað hjá honum.

Hitt er svo annað mál að golf er heiðursmannaíþrótt, þar sem menn bölva ekki og ragna eða nota skammaryrði þegar illa gengur. Það er brot á siðareglum golfsins.

Justin Thomas baðst síðan í löngu máli afsökunar á að hafa látið þetta eina orð falla – Sjá nánar fyrri grein Golf 1 um málið með því að SMELLA HÉR: