Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2021 | 12:00

Evróputúrinn: Mótaskráin 2021

Mótaskrá Evrópumótaraðarinnar árið 2021 mun innihalda að lágmarki 42 mót í 24 löndum og Dubai Duty Free Irish Open mun sjá stóraukið verðlaunafé.

Á mótaskrá Evrópumótaraðarinnar, sem stendur yfir frá janúar til nóvember 2021, eru 18 mót sem snúa aftur og var annað hvort frestað eða aflýst árið 2020, vegna Covid-19.

Rolex serían (ens.: The Rolex Series) 2021 býður upp á fjögur aðalmót Evrópumótaraðarinnar sem eru dreifð á lykildaga í golfdagatalinu og með auknu verðlaunafé og stigum á stigalista Evrópumótarðarinnar.

Abu Dhabi HSBC meistaramótið (21. – 24. janúar), Aberdeen Standard Investments Scottish Open (8. – 11. júlí) og BMW PGA meistaramótið (9. – 12. september) verða nú með verðlaunafé upp á 8 milljónir Bandaríkjadala – hækkun um $ 1milljón.

Eins eru í boði 8.000 stig á stigalista Evróputúrsins (Race to Dubai) það sama og er í boði á heimsmótunum. Lokamót Evrópumótaraðarinnar mun eftir sem áður vera með mesta verðlaunafé í golfheiminum í einu stöku móti í boði eða  3 milljónir Bandaríkjadala – og að auki eru 12.000 stig í boði á stigalistanum, um 2000 stigum meira en er í boði á risamótum.

Verðlaunafé á Dubai Duty Free Irish Open og the Italian Open hækka bæði í €3milljónir, úr €1.25milljón og €1milljón.

Evrópumótaröðin hefur einnig staðfest að verðlaunafé í Bretlandi í júlí og ágúst verði aukið.

Verðlaun á nýjum mótum á Evrópumótaröðinni, sem fara fram á Tenerife og Gran Canaria í apríl verða hvor um sig 1,5 milljónir evra.

Verðlaunafé á Portúgal Masters, sem er á eftir þessum tveimur nýjum mótum, mun einnig aukast í 1,5 milljónir evra.

Verðlaunafé á Betfred British Masters hækkar í 2 milljónir evra úr 1,25 milljónum evra.

Samhliða hefðbundnum mótum i í Miðausturlöndum í byrjun árs, inniheldur áætlunin einnig endurkomu Íberíu sveiflunnar í apríl og Bretlands sveiflunnar í júlí og ágúst, sem kemur á eftir Dubai Duty Free Irish Open, the Aberdeen Standard Investments Scottish Open og Opna breska risamótinu (ens.:The Open Championship).

Einnig næst hvort öðru á mótaskránni eru the Open de España og the Estrella Damm N.A. Andalucía Masters á Spáni, fyrstu tvær vikurnar í október og Trophée Hassan II í Marokkó, vikuna þar á eftir.

Keith Pelley, framkvæmdastjóri Evrópumótaraðarinnar sagði: „Ég er ótrúlega stoltur að tilkynna alþjóðlegu dagskránna okkar 2021, sem verður til þess að við ferðumst um allar heimsálfur og um allan heim.