Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2021 | 08:00

PGA: Taylor tekur forystuna í hálfleik

Það er kanadíski kylfingurinn Nick Taylor, sem tekið hefir forystu á Sony Open. Hann átti glæsihring upp á 62 högg á 2. hring. Samtals hefir Taylor spilað á 12 undir pari, 128 höggum (66 62). Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Nick Taylor með því að SMELLA HÉR:  Hópur 5 kylfinga deilir 2. sætinu, þeir Russell Henley, Stewart Cink, Chris Kirk, Vaughn Taylor og Webb Simpson, sem er risinn upp  af sjúkrabeði eftir að hafa fengið Covid. Sjá má stöðuna á eftir 2. dag Sony Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms — 15. janúar 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Sirry Hallgríms. Hún er fædd 15. janúar 1971 og á því 50 ára merkisafmæli.  Komast má á facebook síðu afmælis-kylfingsins til þess að óska Sirrý til hamingju með afmælið hér að neðan: Sirrý Hallgríms (Innilega til hamingju með stórafmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Howard Allen, 15. janúar 1949 (72 ára); Hraunkots Handverk(63 ára); Ellý Erlingsdóttir, 15. janúar 1962 (59 ára); Ted N Tryba, 15. janúar 1967 (54 ára); Einar Páll Tamimi, 15. janúar 1969 (52 ára); Sirry Hallgrimsdottir, 15. janúar 1971 (50 ára); Y.E. Yang (á kóreönsku: 양용은 ) 15. janúar 1972 (49 ára); og Will Strickler, 15. janúar 1986 (35 ára); Alyssa Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2021 | 09:00

PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open

Þrír kylfingar deila efsta sætinu eftir 1. dag Sony Open, en mótið fer fram dagana 14.-17. janúar 2021 í Honolulu á Hawaii. Þessir kylfingar eru Joaquin Niemann, Peter Malnati og Jason Kokrak. Allir léku þeir á 8 undir pari, 62 höggum. Tveimur höggum á eftir þremenningunum er hópur 6 kylfinga: Jim Herman, sem nú virðist búinn að jafna sig eftir Covid; Aaron Baddeley, Daniel Berger, Si Woo Kim , Patton Kizzire og Vaughn Taylor. Sjá má stöðuna á Sony Open að öðru leyti með því að SMELLA HÉR:  Í aðalmyndaglugga: Joaquin Niemann frá Chile. 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2021 | 08:00

Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu

Fyrrum sigurvegari Masters og Opna bandaríska, Angel Cabrera, frá Argentínu, var handtekinn af brasilísku alríkislögreglunni og mun verða framseldur til Argentínu fyrir meinta glæpi allt aftur til ársins 2016, segir í frétt Associated Press. Hinn 51 árs Cabrera var á rauða kóða lista Interpol. Æðsti dómstóll Brasilíu heimilaði handtökuna. Cabrera er ákærður fyrir líkamsárás, þjófnað, hótanir og ítrekaða vanvirðingu við yfirvöld. Fjölmiðlar í Argentínu greindu frá því nú í þessum mánuði að Silvia Rivadero, fyrrverandi eiginkona Cabrera hafi lagt fram efni tveggja ákæra á hendur honum og önnur sambýliskona hans Cecilia Torres hafi fullyrt að hún hafi verið barin og Cabrera hafi hótað, að keyra yfir sig. Cabrera sigraði í Masters Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2021 | 20:49

Svar Kevin Kisners við því hvort hann geti sigrað hvar sem er

Bandaríski kylfingurinn Kevin Kisner elskar Sony Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Frá árinu 2016 hefir hann þvívegis orðið meðal efstu 5. Hann var spurður á því á blaðamannafundi fyrir mótið hvort hann gæti sigrað hvar sem væri? „Líklega ekki,“ svaraði Kisner. „Ég vinn líklega ekki mót á Bethpage Black eða Torrey Pines.“ „Til hvers þá að mæta?“ var næsta spurning. „Vegna þess að þeir gefa mikinn pening fyrir 20. sætið,“ sagði Kisner brosandi. Kevin Kisner tilkynnti við sama tækifæri að hann myndi fara í 6 vikna frí eftir mótið vegna þess að hann og kona hans eiga von á 3. barni sínu 11. febrúar n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2021 | 20:00

PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid

AT&T Pebble Beach Pro-Am mun fara fram nú í ár en án -Am hlutans, þ.e. án áhugamannanna. Eins mun mótið aðeins fara fram á 2 völlum í stað hefðbundinna 3. PGA Tour tilkynnti að þessar breytingar væru vegna Covid-19 á Monterey Peninsula svæðinu. Atvinnumennirnir, sem eru 156, mun spila, en eins og segir aðeins á  Pebble Beach Golf Links og Spyglass Hill. Ekki mun verða notast við Monterey Peninsula Country Club. Í mótinu eru frægir kylfingar áberandi þar sem stjörnur í íþróttaheiminum, kvikmyndum eða t.a.m. stjórnmálum parast saman við atvinnumennina, áður en skorið er niður eftir 54 holur. Efstu 20 pro-am tvenndirnar fá að spila lokahringinn, sem og efstu 65 atvinnumennirnir. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2021

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson. Elín er fædd 14. febrúar 1971 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Elínar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Elín Henriksen – Innilega til hamingju með afmælið!!! Gunnar Smári er fæddur 14. janúar 1996 og á því 25 ára stórafmæli í dag. Gunnar Smári er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebooksíðu Gunnars Smára hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Gunnar Smári Þorsteinsson, GR. Mynd: Golf 1 Gunnar Smári Þorsteinsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2021 | 10:00

GSÍ: Reglur varðandi framkvæmd æfingar og keppni á Covid tímum

Í gær, miðvikudaginn 13. janúar tók gildi ný reglugerð um samkomutakmarkanir sem gildir frá 13. janúar – 17. febrúar,- eða þar til annað er ákveðið- sjá nánar hér. Sem fyrr ber sérsamböndum ÍSÍ að setja reglur sem gilda um æfingar og keppni í sinni grein og þarfnast samþykkis ÍSÍ og sóttvarnaryfirvalda. Hér fyrir neðan má lesa reglurnar sem gilda um framkvæmd æfinga og keppni hjá Golfsambandi Íslands. COVID-19-leiðbeiningar-fyrir-sérsambönd-ÍSÍ_13012021-1Download COVID-19 Reglur varðandi framkvæmd æfinga og keppni (Golfsamband Íslands) Reglur þessar gilda frá og með 13. janúar 2021 og þar til annað verður tilkynnt Efnisyfirlit 1. Markmið 3 2. Grundvallarsmitgát 4 3. Þrif 5 4. Búnaður 5 5. Búningsklefar 5 6. Áhorfendur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2021 | 08:00

GR: Þórður Rafn nýr íþróttastjóri GR! Haukur Már kemur inn í þjálfarateymið!

Þórður Rafn Gissurarson hefur verið ráðinn til starfa sem íþróttastjóri GR og tekur hann við starfinu af Snorra Pál Ólafssyni. Þórður Rafn hóf störf þann 1. desember s.l.. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Golfklúbbi Reykjavíkur. Samhliða ráðningu Þórðar var gengið frá ráðningu Hauks Más Ólafssonar PGA golfkennara í þjálfarateymi GR. Verksvið Þórðar Rafns verður að skipulag barna-, unglinga- og afreksstarfsins í heild auk þess að tryggja gott samskiptaflæði við foreldra og iðkendur í starfinu. Tilkynningin í heild sinni er hér fyrir neðan: Þórður Rafn Gissurarson hefur verið ráðinn til starfa sem íþróttastjóri GR og tekur hann við starfinu af Snorra Pál Ólafssyni. Þórður Rafn mun formlega hefja störf þann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2021 | 07:00

LPGA: Yealimi Noh, meðal þeirra sem eru nýliðar aftur 2021!

Yealimi Noh er aðeins 19 ára og býr enn heima hjá foreldrum sínum og hefir engin plön um að flytjast að heiman á næstunni. Hún er einkabarn og foreldrar hennar fylgja henni á öll golfmót og henni líður vel með það. Hún er enn ekki komin með bílpróf vegna Covid ástandsins í Bandaríkjunum. 2019-2020 var nýliðaár hennar á LPGA – … og í þeim aðeins 16 mótum sem LPGA bauð upp á vann Noh sér inn $415,307 (u.þ.b. 53 milljónir íslenskra króna) og klifraði upp í 46. sætið á Rolex heimslista kvenna. Noh var góður kandídat í „nýliða ársins“ verðlaunin 2020 – en Louise Suggs Rookie of the Year award Lesa meira