
EPD: Stefán Már og Þórður Rafn hafa lokið leik á Gloria New Course Classic í Tyrklandi
Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR hafa lokið leik á fyrsta móti ársins á EDP-mótaröðinni þýsku, Gloria New Course Classic, en mótið var haldið á samnefndum golfvelli í Belek í Tyrklandi.
Stefán Már varð í 23. sæti ásamt 4 öðrum – spilaði fyrri hringinn á 70 höggum og þann síðari á 75 höggum og var því samtals á +3 yfir pari, samtals 145 höggum. Fyrir þennan árangur í mótinu hlýtur Stefán Már kr. 60.000,- sem telja verður ágætis byrjun og vonandi vísir að því sem koma skal.
Þórður Rafn Gissurarson, GR, spilaði hringi sína á samtals +14 yfir pari, 156 höggum þann fyrri á 80 og þann seinni á 76 höggum og deildi 72. sæti með Englendingnum James Wilson og Þjóðverjanum Dominik Weißer.
Þjóðverjinn Maximilian Glauert sigraði sannfærandi í mótinu, átti 5 högg á næsta mann. Maximilian var á samtals -10 undir pari, samtals 132 höggum (64 68).
Mótið einkenndist af miklum töfum vegna frosta auk þess sem það var stytt; átti upphaflega að vera 3 daga mót en var breytt í 2 daga mót.
Til þess að sjá úrslit í Gloría New Course Classic smellið HÉR:
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster
- janúar. 26. 2021 | 06:00 Þjálfarinn Claude Harmon III segir aðskilnaðinn við fv. nemanda sinn Brooks Koepka „hrikalegan“
- janúar. 25. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2020
- janúar. 25. 2021 | 05:00 Hvað var í sigurpoka Kim?