Stefán Már Stefánsson, GR. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2012 | 16:30

EPD: Stefán Már og Þórður Rafn hafa lokið leik á Gloria New Course Classic í Tyrklandi

Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR hafa lokið leik á fyrsta móti ársins á EDP-mótaröðinni þýsku, Gloria New Course Classic, en mótið var haldið á samnefndum golfvelli í Belek í Tyrklandi.

Stefán Már varð í 23. sæti ásamt 4 öðrum – spilaði fyrri hringinn á 70 höggum og þann síðari á 75 höggum og var því samtals á +3 yfir pari, samtals 145 höggum.  Fyrir þennan árangur í mótinu hlýtur Stefán Már kr. 60.000,- sem telja verður ágætis byrjun og vonandi vísir að því sem koma skal.

Þórður Rafn Gissurarson, GR, spilaði hringi sína á samtals +14 yfir pari, 156 höggum þann fyrri á 80 og þann seinni á 76 höggum og deildi 72. sæti með Englendingnum James Wilson og Þjóðverjanum Dominik Weißer.

Þórður Rafn Gissurarson. Mynd: Golf 1.

Þjóðverjinn Maximilian Glauert sigraði sannfærandi  í mótinu, átti 5 högg á næsta mann. Maximilian var  á samtals -10 undir pari, samtals 132 höggum (64 68).

Mótið einkenndist af miklum töfum vegna frosta auk þess sem það var stytt; átti upphaflega að vera 3 daga mót en var breytt í 2 daga mót.

Til þess að sjá úrslit í  Gloría New Course Classic smellið HÉR: