Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2012 | 18:00

Hver er kylfingurinn: Jack Nicklaus? (1. grein af 12)

Jack William Nicklaus er bandarískur atvinnukylfingur, sem fæddist 21. janúar 1940 og er uppnefndur „Gullni Björninn.“ Hann sigraði á 18 risamótum á 25 ára tímabili og er almennt viðurkenndur sem einn af bestu kylfingum allra tíma. Til viðbótar 18 risamótstitlum sínum þá á hann metið á annan veg hvað risamót snertir: hann varð 19. sinnum í 2. sæti og 9 sinnum í 3. sæti. Nicklaus tók aldrei þátt í mörgum mótum, því hann vildi einbeita sér að risamótunum en er engu að síður sá kylfingur, sem unnið hefir næstflest mót á PGA mótaröðinni í sögu þess alls 73 mót.

Eftir að sigra tvö US Amateur mót 1959 og 1961 og reyna við sigur á Opna bandaríska 1960 þá gerðist Nicklaus atvinnumaður í lok árs 1961. Sigurinn á Opna bandaríska 1962 var bæði fyrsti sigur Jack á risamóti og fyrsti sigur hans sem atvinnumanns. Með þessum sigri á Arnold Palmer hófst golfeinvígið milli þeirra tveggja.  Árið 1966 vann Jack Masters mótið 2. árið í röð og varð fyrsti kylfingurinn til þess að afreka það og eins vann hann Opna breska. Aðeins 26 ára að aldri, þá var Jack á þeim tíma sá yngsti sem tekist hafði að sigra á risamótum. Árin 1968 og 1969 tókst Jack ekki að sigra á risamóti en hann vann næsta risamótið sitt 1970.

Á árunum 1971 til 1980 sigraði Jack 9 önnur risamót og sló þar með met Bobby Jones um 13 risamót og varð fyrsti kylfingurinn til að sigra á öll 4 risamótin fyrst tvívegis og síðan þrívegis.

Þegar Jack var 46 ára sigraði hann á 18. og síðasta risamóti sínu; Masters árið 1984 og setti enn annað met: hann varð elsti sigurvegari til þess að vinna mótið. Nicklaus spilaði á Senior PGA Tour (sem nú heitir Champions Tour) í janúar 1990, þegar hann náði aldursmarki mótaraðarinnar og í apríl 1996 hafði hann sigrað 10 mót á þeirri mótaröð, þ.á.m. 8 risamót þeirrar mótaraðar, þrátt fyrir þátttöku í afar fáum mótum. Hann hélt áfram a.m.k. um skeið að spila á PGA þar til 2005, þegar hann spilaði í síðasta sinn á Opna breska og Masters mótinu (þá 65 ára).

Jack hefir komið að golfíþróttinni með ýmsum hætti, m.a. golfvallarhönnun, góðgerðarstarfsemi og ritun golfbóka. Jack Nicklaus heldur líka sitt eigið mót á PGA Tour, Memorial Tournament. Golfvallarhönnunarfyrirtæki hans er eitt það stærsta í heiminum. Golfbækur Nicklaus eru allt frá því að vera leiðbeiningarbækur í golfi til sjálfsævisagna. Bók hans „Golf My Way er talin ein af bestu golfbókum allra tíma og vídeóið sem ber sama heiti er eitt af bestu golfmyndböndum til dagsins í dag.

Heimild: Wikipedia