Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jack Nicklaus – 21. janúar 2012

Það eru flottir kylfingar sem eiga afmæli í dag og þeirra flottastur er golfgoðsögnin og Íslandsvinurinn Jack Nicklaus.  Það gefur auga leið að aðeins er hægt að stikla á stóru í jafnyfirgripsmiklum golfferli í lítilli afmælisgrein og þessari, en í tilefni þess að Jack er orðinn 72 ára, þá birtast hér á Golf 1 næstu 12 daga, 12 greinar í röðinni: Hver er kylfingurinn: Jack Nicklaus?… sú fyrsta hér á eftir kl. 18:00. Hér er, eins og svo oft áður, um að ræða þýðingu á því sem Wikipedia hefir tekið saman, að þessu sinni, um þennan mikla, ef ekki mesta golfmeistara síðari ára. Já, Jack William Nicklaus er 72 ára Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2012 | 10:30

PGA: Bill Clinton fyrrum Bandaríkjaforseti og Greg Norman spila á Humana Challenge í dag

Hann hefir ekki hugmynd um hver forgjöf hans er í augnablikinu. „En hún er há,“ sagði Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti brosandi og yppti öxlum. „Ég verð að spila betur en ég geri venjulega til þess að forða því að Greg Norman minni mig á spilamennsku mína það sem eftir er lífsins.“ Ástralska goðsögnin er nú samt líklegri en ekki að fara mjúkum höndum um 42. forseta Bandaríkjanna þegar þeir tveir spila saman á 3. hring Humana Challenge á Palmer golfvellinum í PGA West. Í hollinu eru sem fer út kl 13:20 að staðartíma (21:20 að íslenskum tíma) eru líka Scott McCarron og Mike McCallister, framkvæmdastjóri Humana, sem gengið hefir til liðs við Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2012 | 09:00

PGA: Myndskeið af hápunktum 2. dags Humana Challenge og höggi dagsins, sem Phil Mickelson átti!

Phil Mickelson lék 2. hring á Humana Challenge á -3 undir pari, 69 höggum og rétt missti fuglapúttið á síðustu holunni. Hann byrjaði daginn á að vera +2 yfir (74 högg) og kom því tilbaka, er núna á samtals -1 undir pari, en er í einu af neðstu sætunum, nánar tiltekið deilir hann 124. sætinu með 4 öðrum þ.á.m. Greg Norman. Phil átti mörg góð færi á 2. hringnum, sem fóru forgörðum. Í viðtali sem tekið var við hann eftir hringinn sagðist hann samt vera ánægður með hringinn þ.e. að hafa náð að leiðrétta lélegt skor gærdagsins að nokkru og spenntur að vera á mótinu. Phil var talinn eiga besta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2012 | 00:52

PGA: Crane, Toms og Wilson leiða þegar Humana Challenge er hálfnað

Það eru Bandaríkjamennirnir Ben Crane, David Toms og Mark Wilson sem leiða þegar Humana Challenge er hálfnað. Allir eru búinir að spila á samtals -16 undir pari eða samtals 134 höggum. Ben Crane átti frábæran hring upp á 63 högg, þar sem hann fékk 1 örn, 9 fugla og 2 skolla. Sjá má frábæran fugl sem Golf Boy-inn Ben fékk á 9. holu með því að smella HÉR:  Næstlægsta skor dagsins átti Mark Wilson -10, en það fleytti honum upp í 1. sætið.  Á hringnum, sem var skollafrír fékk Wilson 8 fugla og 1 örn. Forystumaður gærdagsins, David Toms er búinn að spila jafnt og gott golf var á 63 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2012 | 17:20

EPD: Stefán Már meðal efstu á Gloría New Course Classic í Tyrklandi fyrir lokadaginn

Stigameistarinn 2011, Stefán Már Stefánsson, GR, er í einu af efstu sætunum á Gloría New Course Classic, en erfitt er að segja til um nákvæma stöðu því miklar tafir á Gloría golfvellinum hafa sett allt úr skorðum í Belek, í Tyrklandi. Eftir 9 spilaðar holur er Stefán á -1 undir pari og T-5 á skortöflunni. Þórður Rafn Gissurarson, GR, hefir lokið að spila 1 hring, en gekk ekki vonum samkvæmt – var á 80 höggum og er í einu af neðstu sætum mótsins. Þjóðverjinn Maximilian Glauert leiðir mótið  á -7 undir pari, 64 höggum. Margir eiga samt eftir að ljúka 1. hring, áður en þeir geta hafið lokahringinn. Golf 1 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2012 | 16:45

Evróputúrinn: Branden Grace í 1. sæti þegar Volvo Golf Champions er hálfnað

Branden Grace leiðir þegar Volvo Golf Champions er hálfnað. Grace er samtals búinn að spila á -12 undir pari, samtals 134 höggum (68 66). Í dag hlaut Grace 8 fugla og 1 skolla á hinum erfiða par-73 Fancourt linksara. Í 2. sæti eru landi Grace, Thomas Aiken, og Englendingurinn Lee Slattery 4 höggum á eftir á samtals 138 höggum (68 70).  Slattery átti besta hringinn í dag; 65 högg, þar sem dagsins ljós litu 10 fuglar og 2 skollar. Í 4. sæti er síðan Spánverjinn og Ryder Cup fyrirliðinn José Maria Olazabal á samtals -7 undir pari, samtals 139 höggum (71 68). Til þess að sjá stöðuna á Volvo Golf Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2012 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Fredrik Anderson Hed – 20. janúar 2012

Það er sænski kylfingurinn Fredrik Anderson Hed sem er afmæliskylfingur dagsins, en hann á 40. ára stórafmæli í dag. Fredrik Anderson Hed fæddist 20. janúar 1972 í Halmstad, í Svíþjóð. Sem áhugamaður varð hann sænskur unglingameistari árið 1989 (í flokki 17-18 ára) og sigraði einnig á European Young Masters, árinu á eftir, 1990. Fredrik gerðist atvinnumaður í golfi tvítugur að aldri, þ.e. árið 1992 og spilaði fyrst á Challenge Tour, þar sem hann sigraði tvívegis; í fyrra skiptið árið 1993 á Toyota PGA Championship og í seinna skiptið, árið 2000, á Le Touquet Challenge de France. Fredrik átti í erfiðleikum með að komast á Evróputúrinn, fór hvað eftir annað í úrtökumót. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2012 | 12:50

GA: Ævarr Freyr í hópi afreksíþróttamanna Akureyrar – er kylfingur GA 2011

Í hófi á Hótel Kea á Akureyri s.l. miðvikudag voru íþróttamönnum Akureyrar veittar viðurkenningar.  Í hópi afreksíþróttamanna Akureyrar er kylfingurinn Ævarr Freyr Birgisson, GA.  Ævarr er fæddur 16. nóvember 1996 og því 15 ára. Hann er sonur kylfingsins Hörpu Ævarrsdóttur, lögfræðings, hjá sýslumanninum á Akureyri. Á heimasíðu Golfklúbbs Akureyrar er eftirfarandi frétt um kjör íþróttamanns Akureyrar: „Íþróttamaður Akureyrar 2011 var kynntur í gær (18. janúar 2012) í hófi á Hótel KEA, sundkonan Bryndís Rún Hansen var hlutskörpust þriðja árið í röð. Í öðru sæti varð handknattleiksmaðurinn Oddur Gretarsson, leikmaður Akureyrar, og í þriðja sæti Helga Hansdóttir júdókona úr KA.  Við sama tækifæri var þremur einstaklingum veittar viðurkenningar fyrir störf þeirra í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2012 | 12:00

GA: Arnar og Anna efst á 1. púttmóti Ryder-karla og kvenna á Akureyri

Fyrsta mót í Rydermóti karla – púttmótaröð GA 2012 fór fram í gær. Þátttakendur voru 34. Í 1. sæti varð Arnar Pétursson á 30 glæsilegum púttum. Röð annarra þátttakenda er eftirfarandi: 1 Arnar Pétursson 30 X 2 Anton Þorsteinsson 32 X 3 Helgi Gunnlaugsson 33 X 4 Guðmundur Lárusson 33 X 5 Sigþór Haraldsson 33 X 6 Njáll Harðarson 33 X 7 Sigurður Samúelsson 33 X 8 Eiður Stefánsson 33 X 9 Albert Hannesson 33 X 10 Hjörtur Sigurðsson 34 X 11 Haraldur Júlíusson 34 X 12 Heimir Jóhannsson 34 X 13 Þórir V. Þórisson 34 X 14 Sigmundur Ófeigsson 34 X 15 Karl Guðmundsson 35 X 16 Hallur Guðmundsson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2012 | 10:00

Myndskeið: Tiger ekkert ánægður með bók fyrrum sveifluþjálfara síns, Hank Haney

Sex risamótstitlar og 31 sigur á PGA Tour er heildarfjöldi titla sem Tiger náði á 6 ára tímabili samstarfs síns við fyrrum sveifluþjálfara sinn Hank Haney.  Ef Tiger fengi einhverju ráðið lyki umfjöllum um samstarf þeirra þar. En svo er nú aldeilis ekki. Haney er nefnilega búinn að gefa út nýja bók „The Big Miss“, sem hann skrifaði ásamt aðalpenna Golf Digest  Jaime Diaz, en bókin á að veita fordæmislausa innsýn inn í tíma Haneys sem sveifluþjálfa Tiger. Það kemur því ekki á óvart að Tiger er ekkert of ánægður með gang mála. Hank Haney (t.v.) og Tiger Woods (t.h.) Hér má sjá myndskeið af viðtali ESPN.com við Tiger:  an Lesa meira