Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2012 | 15:00

Myndasería og úrslit: Horft tilbaka yfir íslenska golfhaustið – Fyrsta Golfmót Siglfirðinga á höfuðborgarsvæðinu hjá GKJ – 4. sept. 2011

Sunnudaginn 4. september 2011 fór fram í fyrsta sinn golfmót Siglfirðinga á höfuðborgarsvæðinu. Þátttakendur voru um 50, sem er einstaklega gott miðað við að einungis var rúmlega viku aðdragandi að mótinu. Mótið var haldið á Hlíðavelli hjá Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ. Veður var með besta móti og Hlíðavöllur skartaði sínu fegursta.

Um 13 félagar í GKS (Golfklúbbi Siglufjarðar) gerðu sér sérstaka ferð frá Siglufirði til að taka þátt í mótinu.

Jósefína, klúbbmeistari GKS 2011, (t.v.) slakar á í veðurblíðunni í Mosó ásamt Ólínu Þórey, GKS, (t.h.) eftir skemmtilegan golfhring. Mynd: Golf 1.

Mótið var vel lukkað og hið skemmtilegasta í alla staði, enda ekki við öðru að búast þegar svona margir Siglfirðingar koma saman. Teiggjafir og verðlaun öll hin glæsilegustu og þar að auki dregið úr 7 skorkortum. Í bígerð er að gera mótið að árlegum viðburði og liggur fyrir tillaga um að það verði haldið á laugardegi 1. vikuna í september framvegis.

Hér má sjá myndaseríu frá mótinu: FYRSTA GOLFMÓT SIGFIRÐINGA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU – 4/9 2011

Þátttakendur á fyrsta Golfmóti Siglfirðinga á Höfuðborgarsvæðinu. Mynd: Golf 1.

Sérstök Facebook síða hefir verið stofnuð um mótið: SIGLFIRÐINGAGOLF og má skoða fleiri myndir frá mótinu þar.

Helstu úrslit mótsins:

Höggleikur:

1. sæti: Jóhann Már Sigurbjörnsson, 84 högg
2. sæti: Björn Steinar Stefánsson & Vigfús Ingi Hauksson, 87 högg
3. sæti: Salmann Héðinn Árnason, 88 högg

Salmann og Ragnheiður sigurvegarar í punktakeppni í fyrsta móti Siglfirðinga á Höfuðborgarsvæðinu. Mynd: Golf 1.

Punktakeppni kvenna:

1. sæti: Ragnheiður Jónsdóttir, 32 punktar
2. sæti: Ásdís Matthíasdóttir, 31 puktar
3. sæti: Guðbjörg María Jóelsdóttir, 29 punktar
Punktakeppni karla:

1. sæti: Salmann Héðinn Árnason, 36 punktar
2. sæti: Hjörleifur Haraldsson, 34 puktar
3. sæti: Hallgrímur Smári Skarphéðinsson, 34 punktar

Ingvar Hreinsson, GKS, fékk nándarverðlaun á 9. holu á fyrsta Golfmóti Siglfirðinga á Höfuðborgarsvæðinu. Mynd: Golf 1.

Nándarverðlaun á par 3 holum:

Hola 1: Guðmundur Stefán Jónsson, 1,22 m.
Hola 9: Ingvar Hreinsson, 2,53 m.
Hola 12: Jóhann Möller, 3,83 m.
Hola 15: Guðbjörg M. Jóelsdóttir, 1,88 m.