Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2012 | 14:30

Afmæliskylfingur dagsins: Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2012

Það er Brynja Sigurðardóttir, Golfklúbbi Ólafsfjarðar, Norðurlandsmeistari 2011 í flokki 17-18 ára stúlkna, sem er afmæliskylfingur dagsins. Brynja fæddist 25. janúar 1993 og er því 19 ára í dag.  Hún spilaði m.a. á Arionbankamótaröð unglinga s.l. sumar og náði m.a. að verða í 9. sæti á Íslandsmótinu í höggleik í Grafarholti. Brynja átti m.a. sæti í sveit GÓ í sveitakeppni GSÍ 2011. Brynja hefir oftar en 1 sinni verið tilnefnd til titilsins Íþróttamaður Ólafsfjarðar  árið 2010 og Fjallabyggðar 2011 en hlaut ekki; en árið 2010 hlaut Elsa Guðrún Jónsdóttir skíðagöngukona, titilinn og 2011 var það Sævar Birgisson, skíðamaður.  Brynja hefir og tekið þátt í mörgum opnum golfmótum með góðum árangri.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: William Thomas Andrade, f. 25. janúar 1964 var í Wake Forest (48 ára);  Laura London, 25. janúar 1980 (32 ára).

F. 25. janúar 1974 (38 ára)

F. 25. janúar 1958 (54 ára)

F. 25. janúar

F. 25. janúar 1953 (59 ára)

F. 25. janúar 1978 (34 ára)
F. 25. janúar 1950 (62 ára)

Golf 1 óskar öllum, afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag  til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is