
Bubba með bleikan PING G20 dræver til stuðnings góðgerðarmálum
Bandaríski PGA kylfingurinn Bubba Watson er mjög hrifinn af bleika litnum. Hann er m.a. þekktur fyrir að mála bíla sína bleika, bíla sem hafa kostað hann sex stafa tölu í bandarískum dollerum og á síðasta tímabili skar hann sig úr með því að nota bleik sköft á dræver sínum og eins voru wedge-ar hans í þessum uppáhaldslit.
Sumir kylfingar hafa spurt sig þeirrar spurningar hvort Bubba sé að verða svona einskonar Paula Creamer PGA?… en Paula hefir verið uppnefnd „bleiki pardusinn“ vegna dálætis síns á bleika litnum.
Nú er orðið ljóst að Bubba kemur til með að spila með sérmerktum PING G20 dræver, sem er sérstakur að því leyti að kylfuhausinn er skærbleikur að lit.
Þess mætti skjóta hér inn að ekkert feimismál er lengur í dag að karlmenn klæðist bleika litnum eða séu hrifnir af honum – stærstur hluti karlmana hefir hvort eð er lengi verið hrifinn af ja… a.m.k. bleikklæddum kvenverum og eins mætti sem dæmi nefna að litur karlmanna skv. því sem kennt er í Hjallastefnunni er bleikur en litur kvenna blár. Svona breytast hlutirnir þótt í litlum mæli sé – ekki að þetta sé eitthvert jafnréttismál, einfaldlega smekksatriði hvers og eins.
En aftur að Bubba…
Það að Bubba notar bleikan dræver hefir ákveðinn tilgang. Bubba er með góðgerðarátakinu „Bubba & Friends Drive to a Million“ að safna 1 milljón bandaríkjadala, sem eiga að renna til góðgerðarmála í Phoenix. Notkun Bubba á bleika drævernum er hluti þessa átaks en PING hefir heitið honum $ 300 (u.þ.b. 50.000 íslenskra króna) fyrir sérhvert þeirra fyrstu 300 dræva, sem hann slær yfir 300 yarda með bleika drævernum, en meðalhögglengd Bubba af teig er 315 yardar. Bubba hefir látið hafa eftir sér að nú hafi hann aukagulrót til að slá langt.
PING hefir líka þegar styrkt átakið með $10,000 í átaki sem nefndist „Bubba Long in Pink. Driven by PING.“
Eitt er víst að bleikur kylfuhaus PING dræversins hefir þegar vakið geysimikla athygli.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024