
Bill Clinton spilar á Nationwide Tour í Kólombíu 13. febrúar n.k.
Það eru orðnar daglegar fréttir að Bill Clinton komi fram og spili golf til stuðnings góðgerðarstofnun og sjóði sínum „The Clinton Foundation.“ Hann er nýbúinn að vera í heimsfréttunum fyrir að vera einn styrktaraðila Humana Challenge í Palm Springs, Kaliforníu, þegar fréttatilkynning berst frá honum um að hann taki þátt í móti Nationwide Tour: Pacific Rubiales Colombia Championship, sem hefst eftir tæpar tvær vikur, 13. febrúar n.k.
PGA Tour, Pacific Rubiales Energy og William J. Clinton Foundation tilkynntu í gær að fv. Bandaríkjaforseti, Clinton myndi ferðast til Bogota í Kolombíu í febrúar og vera viðstadur mót Nationwide Tour: Pacific Rubiales Colombia Championship. Mótið er styrkt af Samsung og mun fyrirtækið styrkja sjóð Clintons gegnum „Clinton Giustra Sustainable Growth Initiative (CGSGI) í Kólombíu.
Clinton forseti tekur þátt í hátíðarhöldunum kringum mótið þ.á.m. Pro-Am mótinu, miðvikudaginn 15. febrúar, þar sem þátt taka atvinnumennirnir á Nationwide Tour, fulltrúar úr ríkisstjórn Kólombíu, forstöðumenn Pacific Rubiales, viðskiptamenn og gestir. Þetta er í fyrsta sinn sem sitjandi eða fyrrum forseti Bandaríkjanna spilar á móti Nationwide Tour.
Það er vonandi að öryggisgæsla í kringum Clinton verði mikil því Bogota er nú ekki öruggasti staður í heimi, en tekið var eftir því á Humana Challenge hversu frjálslega Clinton gekk um golfvöllinn og aðgengi að honum var auðvelt.
Heimild: Golf.com (að hluta)
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu
- janúar. 14. 2021 | 20:49 Svar Kevin Kisners við því hvort hann geti sigrað hvar sem er
- janúar. 14. 2021 | 20:00 PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid
- janúar. 14. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2021
- janúar. 14. 2021 | 10:00 GSÍ: Reglur varðandi framkvæmd æfingar og keppni á Covid tímum
- janúar. 14. 2021 | 08:00 GR: Þórður Rafn nýr íþróttastjóri GR! Haukur Már kemur inn í þjálfarateymið!
- janúar. 14. 2021 | 07:00 LPGA: Yealimi Noh, meðal þeirra sem eru nýliðar aftur 2021!
- janúar. 13. 2021 | 18:00 PGA: Áhorfendum fækkað á Phoenix Open og grímuskylda!
- janúar. 13. 2021 | 16:30 Áskorendamótaröð Evrópu: Mótum í S-Afríku frestað
- janúar. 13. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Frímann Þórunnarson – 13. janúar 2020
- janúar. 13. 2021 | 13:00 Evróputúrinn: Boðskortin á Sádí International
- janúar. 13. 2021 | 10:00 Sonur Gary Player hvetur föður sinn til að skila Trump frelsisorðunni
- janúar. 13. 2021 | 08:00 Vegas með Covid
- janúar. 12. 2021 | 20:00 Paige Spiranac svarar fyrir sig