
Bill Clinton spilar á Nationwide Tour í Kólombíu 13. febrúar n.k.
Það eru orðnar daglegar fréttir að Bill Clinton komi fram og spili golf til stuðnings góðgerðarstofnun og sjóði sínum „The Clinton Foundation.“ Hann er nýbúinn að vera í heimsfréttunum fyrir að vera einn styrktaraðila Humana Challenge í Palm Springs, Kaliforníu, þegar fréttatilkynning berst frá honum um að hann taki þátt í móti Nationwide Tour: Pacific Rubiales Colombia Championship, sem hefst eftir tæpar tvær vikur, 13. febrúar n.k.
PGA Tour, Pacific Rubiales Energy og William J. Clinton Foundation tilkynntu í gær að fv. Bandaríkjaforseti, Clinton myndi ferðast til Bogota í Kolombíu í febrúar og vera viðstadur mót Nationwide Tour: Pacific Rubiales Colombia Championship. Mótið er styrkt af Samsung og mun fyrirtækið styrkja sjóð Clintons gegnum „Clinton Giustra Sustainable Growth Initiative (CGSGI) í Kólombíu.
Clinton forseti tekur þátt í hátíðarhöldunum kringum mótið þ.á.m. Pro-Am mótinu, miðvikudaginn 15. febrúar, þar sem þátt taka atvinnumennirnir á Nationwide Tour, fulltrúar úr ríkisstjórn Kólombíu, forstöðumenn Pacific Rubiales, viðskiptamenn og gestir. Þetta er í fyrsta sinn sem sitjandi eða fyrrum forseti Bandaríkjanna spilar á móti Nationwide Tour.
Það er vonandi að öryggisgæsla í kringum Clinton verði mikil því Bogota er nú ekki öruggasti staður í heimi, en tekið var eftir því á Humana Challenge hversu frjálslega Clinton gekk um golfvöllinn og aðgengi að honum var auðvelt.
Heimild: Golf.com (að hluta)
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023